fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið

Eyjan
Föstudaginn 2. ágúst 2024 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að gúrkutíðin leiki RÚV grátt þetta sumarið. Farið er að kalla sjónvarp RÚV íþróttarásina, sem enn gangi undir nafni RÚV. Almannamiðillinn færði fréttatíma sinn til kl. 21 til að rýma fyrir auglýsingum í tengslum við beinar íþróttaútsendingar og fyrir vikið er þorri þjóðarinnar hættur að sækja sínar fréttir þangað og algerlega óvíst að ríkisstofnunin nái fólki aftur að skjánum þegar henni hentar að senda aftur út kvöldfréttir kl. 19.

Í gær var Halla Tómasdóttir sett inn í embætti forseta Íslands, önnur konan í sögunni. Þetta þótti ekki sérlega fréttnæmt á fréttastofu RÚV. Fyrsta frétt var um jökulhlaup, ekki nýtt jökulhlaup heldur löngu afstaðið jökulhlaup. Orðið á götunni er að á einhverri ritstjórn, þar sem einhver fullorðinn er heima, hefði embættistaka nýs forseta þótt fréttnæmari en gamalt jökulhlaup.

Eftir langa umfjöllun um löngu liðið jökulhlaup, þar sem m.a. var fenginn sérfræðingur í settið til að spá og spekúlera, leit fréttalesari loks í myndavélina og sagði: „Svo að öðru …“.

Orðið á götunni er að fréttastofa Ríkisútvarpsins sé enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor. Svekkelsið ráði för í fréttamati.

Einnig vakti athygli í síðkvöldsfréttatímanum í gær að ekki var einu orði vikið að nýjum þjóðarpúlsi Gallups, sem sýndi að VG, flokkurinn sem Katrín Jakobsdóttir skildi eftir í rjúkandi rúst er hún stökk frá borði flokks og ríkisstjórnar til að verða næsti forseti lýðveldisins, mælist nú með 3,5 prósenta fylgi, hefur aldrei mælst lægri – er fjarri því að ná inn þingmanni.

Orðið á götunni er að á einhverri ritstjórn hefði það þótt fréttnæmt að flokkur sem leitt hefur ríkisstjórn í hartnær sjö ár skuli ekki mælast inni á þingi. Jafnvel hefði mátt hugsa sér að fenginn yrði stjórnmálaskýrandi í settið til að spá og spekúlera um það, orsakirnar og framhaldið.

En hjá Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi var fenginn jarðfræðingur til að fjalla um jökulhlaup sem er löngu búið og stjórnmálafræðingur til að fjalla um forsetakosningar í Bandaríkjunum. Já, og fréttaþulurinn klykkti svo út með því að upplýsa þá fáu áhorfendur sem horfðu á síðkvöldsfréttatímann á íþróttarásinni að Halla Tómasdóttir hefði verið sett inn í embætti á Austurvelli.

Orðið á götunni er að Halla Tómasdóttir hafi verið sett inn í embætti í Alþingishúsinu, sem stendur við Kirkjustræti. Á Austurvelli var lúðrasveit og hópur fólks og tveir skjáir sem sýndu frá athöfninni sem fór fram í þingsal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við viljum halda áfram að vera samfélag sem hittir forsetann í sundi“

„Við viljum halda áfram að vera samfélag sem hittir forsetann í sundi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Er þetta ekki orðið gott, Ásgeir?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Er þetta ekki orðið gott, Ásgeir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hyggst ekki yfirgefa flokkinn þó fýlan hafi lekið af honum

Hyggst ekki yfirgefa flokkinn þó fýlan hafi lekið af honum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Trumpliðar ekki í neinum vafa – „Við megum spila ABBA!“

Trumpliðar ekki í neinum vafa – „Við megum spila ABBA!“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ummæli Bolla um „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ falla í grýttan jarðveg – „Krúttleg karlremba á áttræðisaldri“

Ummæli Bolla um „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ falla í grýttan jarðveg – „Krúttleg karlremba á áttræðisaldri“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ætlum við að reyna að fyrirbyggja eða ætlum við að alltaf bara að vakna til lífsins þegar skaðinn er skeður?“

„Ætlum við að reyna að fyrirbyggja eða ætlum við að alltaf bara að vakna til lífsins þegar skaðinn er skeður?“