fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Berglind Rán Ólafsdóttir: Virku efnin í BIOEFFECT virka – það hefur ekki alltaf verið þannig í snyrtivörum

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 17. febrúar 2024 08:00

Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra Orf líftækni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum var BIOEFFECT og Orf líftækni skipt upp í tvö fyrirtæki. BIOEFFECT er vinsælt alþjóðlegt snyrtivörumerki sem byggir á virkum innihaldsefnum sem Orf líftækni framleiðir úr byggi. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra Orf líftækni, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Berglind Rán Ólafsdóttir - 2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Berglind Rán Ólafsdóttir - 2.mp4

Þú nefndir það að búið væri að skipta upp, annars vegar snyrtivöruhlutanum og hins vegar líftæknihlutanum. Hvernig vildi það til að – manni finnst það einhvern veginn dálítið langsótt að sprotafyrirtæki byrji og það þróist þannig að þú ert kominn með annars vegar líftækni og hins vegar með snyrtivörur?

„Já, þetta var mjög áhugaverð þróun og það er eiginlega bara magnað hversu flott þetta vörumerki er, BIOEFFECT, sem byrjað var að þróa 2008 og selja 2009. Þetta er alveg svakalega flott alþjóðlegt merki sem er verið að selja út um allt og við framleiðum virku efnin í þessar vörur,“ segir Berglind.

Hún segir að munurinn á BIOEFFECT og snyrtivörum eins og við þekktum þær í gamla daga sé sá að núna virki efnin í þeim, og hlær.

„Ég er náttúrlega alls ekki sérfræðingur í snyrtivörugeiranum nema hvað ég hef alltaf haft gaman af kremum, en geirinn byggir mjög mikið á markaðssetningu og þarna er rosalega flott íslenskt vörumerki sem er með efni sem virka og við erum mjög stolt af því að framleiða þau í bygginu okkar,“ segir Berglind.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
EyjanPennar
Fyrir 5 dögum

Kristrún: „Þjóðin gerir kröfu um árangur“

Kristrún: „Þjóðin gerir kröfu um árangur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Hide picture