fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jesús gerði engin kraftaverk

Eyjan
Fimmtudaginn 26. desember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesús gerði engin kraftaverk heldur var hann með tákn og við verðum að vera læs á táknin til að skilja hvað Jesús var að meina. Kristnin tók gamlar heiðnar hátíðir og breytti inntaki þeirra. Hugsanlega er það lykillinn að því hver kristnin breiddist hratt út á sínum tíma að kristnin lagaði sig að siðum og venjum, enda eru djúpstæðar ástæður fyrir hátíðum um vetrar- og sumarsólstöður og jafndægur á vori og hausti. Sr. Davíð Þór Jónsson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar á jólum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Eins lengi og menn fóru að fylgjast með gangi himintungla og kortleggja hann þá urðu þessi fern tímamót til þess að staldra við og gera sér dagamun, halda upp á þau með einhverjum hætti. Það eru þá vetrarsólstöður og sumarsólstöður og svo jafndægur að vori og jafndægur að hausti. Sumar þessara hátíða hafa gríðarlega mikið vægi í menningu okkar, eins og jólin, væntanlega mest. Kirkja segir að páskarnir séu mesta hátíð kristinna manna en miðað við amstur og umstang held ég að jólin séu stærsta hátíð samfélagsins,“ segir Davíð Þór.

Hann bendir á að á haustin sé allraheilagramessa, halloween, þar sem látinna er minnst og á sumrin sé það jónsmessan sem víða er mikil hátíð þótt hér á landi sé lítið gert með hana núorðið. Allar þessar hátíðir eru miklu eldri kristindómnum. „Það sem kristindómurinn gerir er að hann heldur hátíðunum en hann skiptir um inntak.“

Davíð Þór segir mögulegt að þessi háttur kristninnar, að halda í gamlar og heiðnar hátíðir en gefa þeim kristið inntak, sé ein ástæða þess að kristnin breiddist jafn hratt út á sínum tíma og raun bar vitni.

„Jesús reis upp á páskum og það er bara greint frá því í Biblíunni þannig að það liggur mjög beint við að fagna upprisunni á páskunum. Síðan er það þessi fæðingarhátíð í skammdeginu. Allt sem við gerum í kirkjunni eru bara tákn. Þar með er ég ekki að gera lítið úr því sem við erum að gera, þó ég segi að þetta séu „bara“ tákn. Tákn er ekkert „bara“ tákn. Tákn eru gríðarlega mikilvæg. Tákn eru eins og stafróf á miklu dýpri hluti en við getum tjáð með orðum. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum læs á táknin okkar en ekkert af þessu er eitthvað hókus pókus. Allt er þetta táknrænt og meira að segja ef þú lest Jóhannesarguðspjall þá sérðu að Jóhannes talar aldrei um kraftaverk. Jesús gerir engin kraftaverk í Jóhannesarguðspjalli, hann gerir bara tákn, og það opnar dálítið lykilinn að því að skilja kraftaverkin. Þau eru tákn. Við verðum að vera læs á táknin hjá Jesús til að skilja hvað hann meinti með þeim. Eins og það að blindur fái sýn, hvað þýðir það að sá sem liggur fyrir hunda og manna fótum geti staðið í lappirnar og borið höfuðið hátt. Þetta eru allt saman tákn,“ segir Davíð Þór.

Hann segir táknin í náttúrunni kallast á við táknin í fæðingarfrásögninni. „Daginn tekur að lengja, svartasta myrkrið er afstaðið, ljósið er komið í heiminn; nú fer daginn að lengja og allt að verða betra. Ég held nú svo sem ekki að um hver jól hafi það komið mönnum eitthvað á óvart að daginn tæki að lengja aftur en maður getur ímyndað sér fólk sem ekki skildi gang himintunglanna hafi um hverjar vetrarsólstöður trúað því að þessi þróun myndi ekki snúast við og allt stefndi í eilífðarmyrkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun