fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Eyjan
Laugardaginn 14. desember 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni rataði sólskinssaga inn á vefmiðlana. Níræður maður vann tugi milljóna í Happdrætti Háskólans. Móðir hans hafði gefið honum miðann þegar happdrættið var stofnað og æ síðan hafði maðurinn greitt samviskusamlega iðgjöldin. Loksins skilaði þessi þrjóska sér í 70 milljón króna vinningi. Vonandi getur gamli maðurinn notið vinningsins og aukið eigin lífsgæði. Líklegast er þó að erfingjar mannsins njóti góðs af þessum peningum.

Egill Skallagrímsson, afi minn, var ekki hrifinn af þeirri tilhugsun að börn sín hirtu afrakstur af lífsstarfi sínu. Honum var sérlega í nöp við son sinn Þorstein hvíta sem var hinn leiðinlegasti maður. Egill fluttist því búferlum í ellinni að Mosfelli til að forðast afskiptasemi sonarins. Áður en hann lést gróf hann öll sín auðæfi í jörð og tókst þannig að gera börn sín arflaus. Þetta er nútímafólki ekki leyft að gera þótt marga dauðlangi til þess. Æ síðan hafa ættingjar Egils leitað eftir fjársjóðnum með málmleitartækjum en án árangurs. Egill þoldi ekki ágirnd og stjórnsemi barna sinna sem komu fram við hann eins og innistæðu í bankabók.

Í störfum mínum með öldruðum hef ég iðulega rekist á ættingja sem bíða í óþreyju eftir arfi eftir aldraða foreldra sína. Börnin skipta sér af því hvort eldri borgarinn kaupi sér nýjan bíl eða sjónvarp eða ferðist og telja allan slíkan munað óþarfan. Viðkomandi sé að drepast og öll umframeyðsla minnki arfinn. Ég hef hitt gamalt fólk sem þorir ekki til tannlæknis vegna þess að erfingjarnir telja slíkt ónauðsynlegt rétt fyrir yfirvofandi andlát. Ráðlegging mín er alltaf hin sama. Þetta eru þínir peningar sem þú mátt ráðstafa að vild. Láttu allt eftir þér sem eykur lífsgæði og bætir líðan. Börnin verða að heyja sín eigin stríð og þú berð ekki ábyrgð á þeirra peningamálum og lífshamingju.

Ég vona að öldungurinn sem vann í happdrættinu geti notað þessa peninga sér til heilla. Hann á það skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
08.12.2024

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
EyjanFastir pennar
01.12.2024

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina
EyjanFastir pennar
30.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta