fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Eyjan
Mánudaginn 25. nóvember 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur eru að taka öll völd í íslensku þjóðfélagi. Á liðnu sumri kusu Íslendingar nýjan forseta, Höllu Tómasdóttur, sem þegar er byrjuð að láta glæsilega til sín taka í embætti. Þá var kona valin sem biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir. Hún er einnig glæsilegur fulltrúi kvenna og mun væntanlega lyfta embætti sínu á hærri stall.

Orðið á götunni er að nú stefni í að næsta ríkisstjórn Íslands muni lúta forystu kvenna sem aldrei fyrr. Ef marka má allar skoðanakannanir um þessar mundir gætu formenn Viðreisnar og Samfylkingar gegnt tveimur mikilvægustu ráðherraembættum þjóðarinnar eftir myndun ríkisstjórnar. Ætla má að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristrún Frostadóttir muni gegna embættum forsætisráðherra og fjármálaráðherra þó að erfitt sé nú að segja til um hvor þeirra muni gegna hvoru embætti. Bæði eru þau afar mikilvæg, ekki síst núna þegar meginverkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að stöðva langvarandi fjárlagahalla og lausatök í stjórn ríkisfjármála sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur að mestu borið ábyrgð á allt frá árinu 2013.

Þessu til viðbótar þarf að hafa í huga að varaformaður Framsóknar er Lilja Alfreðsdóttir sem gæti tekið við völdum í flokknum innan skamms ef Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður, fellur af þingi eins og gæti gerst um næstu helgi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem margir gera ráð fyrir að taki fljótlega við formennsku flokksins af Bjarna Benediktssyni, einkum og sér í lagi ef flokkurinn geldur afhroð í komandi kosningum – sem gæti gerst en er vitanlega alls ekki víst.

Ekki má gleyma því að Inga Sæland er formaður og nánast einvaldur í Flokki fólksins og þá er Sigríður Andersen rísandi stjarna innan Miðflokksins og leiðir annan lista hans í Reykjavík. Komist Miðflokkurinn í ríkisstjórn er talið fullvíst að hún verði valin til að gegna ráðherraembætti enda með reynslu úr starfi dómsmálaráðherra. Sigríði var vikið úr því embætti gegn vilja sínum. Bjarni Benediktsson valdi að fórna henni til að friða Vinstri græn. Ekki er víst að sú fórn hafi skilað sínu. Komist Sigríður í ríkisstjórn að nýju yrði það mesta hefnd íslenskra stjórnmála í seinni tíð.

Orðið á götunni er að tími kvenna á valdastólum á Íslandi sé runninn upp með meiri þunga en áður hefur sést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?