fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið

Eyjan
Föstudaginn 15. nóvember 2024 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur verið að náttúruverndarsinnar og hvalavinir hafi staðið fyrir þeim njósnum sem sneru að Jóni Gunnarssyni og syni hans? Sá síðarnefndi, sem er löggiltur fasteignasali, virðist sjálfsöruggur og hreykinn af pabba sínum, eins og sást í nýlegum leknum samtölum hans við óþekktan uppljóstrara sem sýnd voru á Stöð 2.

Hér les Steinunn Ólína okkur pistilinn:

Steinunn Ólina pistill 7 - 151124
play-sharp-fill

Steinunn Ólina pistill 7 - 151124

Jón brást við grein Heimildarinnar um fyrirætlanir hans hvað hvalveiðar snertir með afgerandi hætti.

Jóni tókst með einni færslu á samfélagsmiðlum að snúa málinu á þann hátt að fjölskylda hans fékk samúð margra sem dró athyglina hratt og örugglega frá meginmálinu. Facebook-póstur Jóns gefur til kynna fagmennsku í almannatengslum, þar sem spillingin sem við blasti var snúin niður í fæðingu. Frásagnir um fasteignasölur, lúxusbíla, njósnastofnanir og hótelreikninga náðu yfirhöndinni.

Ein spurning vaknar: Var Jón einungis að verja sig sjálfan, án þess að huga að Bjarna? Þegar Jón hvítþvoði sig, snerist athyglin hratt að Bjarna sem, að sögn sonar Jóns, lofaði að Jón fengi að heimila hvalveiðar í skiptum fyrir að samþykkja lágt þingsæti, það fimmta. Slík skipti eru ekki óalgeng í röðum Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshestarnir fá verðlaun fyrir þolinmæði og tryggð.

Bjarni brást hratt við ásökunum um spillingu með því að taka málið í sínar hendur og fullyrða að ekkert væri hæft í málinu. Það lægði öldur og sýnir pólitíska kænsku hans. Bjarni setur upp undrandi svip þegar við á, en þegar hann tekur af skarið, fylgja aðrir hratt eftir.

Jón Gunnarsson vekur á stundum athygli almennings með íhaldssömum skoðunum. Um þann hæfileika, að skapa úlfúð meðal pólitískra andstæðinga, vitnar sonur hans.

Það sýnir tryggð, þótt það vitni um spillingu, að Jón hugsi sér að nýta pólitíska stöðu sína til að gera vel við vin sinn, Kristján Loftsson, og sinn eigin son, sem sjálfur stundar hrefnuveiðar.

En margir telja, eins og Jón Gunnarsson, að Kristján Loftsson eigi að fá að veiða hvali.

Það sem er óumdeilt er að einhver veitti fjárhagsstuðning og leiðbeiningar til uppljóstrara sem kom ekki hingað í skemmtiferð.

Ef þetta var tilraun til að grafa undan Bjarna eru fáir en þó einhverjir milljarðamæringar á Íslandi sem gætu haft áhuga á slíku og fjárfest í því til að hafa áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar eða forystu flokksins til næstu ára.

Pólitískir andstæðingar gætu líka hafa viljað koma höggi á Bjarna, en hverjir það gætu verið vitum við ekki. Það þarf hins vegar vitanlega innanbúðarmann með talsverða þekkingu á íslenskum stjórnmálum og venslum til að mennta uppljóstrara svo vel sem raun ber vitni.

Nútímahernaður byggir á njósnum, áróðri og afvegaleiðingum með það markmið að grafa undan lýðræði og hafa áhrif á stjórnmál landa. Erlend ríki gætu hugsanlega átt þátt í þessu, sérstaklega í ljósi fylgis Sjálfstæðisflokksins við utanríkisstefnu Bandaríkjanna og stuðning við Úkraínu, sem er ekki óumdeilt á alþjóðavettvangi. Öflugustu herþotur Bandaríkjanna eru í Keflavík og framganga Þórdísar Kolbrúnar á erlendri grundu flækir enn frekar samskipti Íslands við aðrar þjóðir.

Er hugsanlegt að Rússar eigi hlut að máli? Ólíklegt, þar sem þeir hefðu lítinn hag af því. Ísrael, sem nýtur stuðnings núverandi forsætisráðherra, hefur enga ástæðu til að aðhafast gegn honum.

Varla þarf Bjarni að óttast íslenska kjósendur. Við erum fljót að fyrirgefa og samþykkja makalausar dúsur úr hans munni.

Kjarni málsins er sá að spilling er landlæg meðal íslenskra stjórnmálamanna og að íslenska stjórnkerfið virðist algerlega óvarið. Það er grafalvarlegt mál. Auðvelt er fyrir utanaðkomandi að afla upplýsinga sem beita má til áhrifa og íslenska stjórnmálamenn skortir augljóslega allan aga. Það er grafalvarlegt mál.

Hver sem er með nægt fjármagn getur haft áhrif á stjórnmál á Íslandi.

Það er grafalvarlegt mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Hide picture