fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Slagur hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi – Samherjatengsl nefnd til sögunnar

Eyjan
Þriðjudaginn 22. október 2024 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að valdabarátta að tjaldabaki hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi stigmagnist. Þar sækist Tómas Ellert Tómasson, vinsæll byggingarverkfræðingur, eftir oddvitasæti er sagður mæta harðri andstöðu frá fylgismönnum Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmanni Miðflokksins.

Orðið á götunni er að slagurinn standi um það hvort flokkurinn muni fara aftur til fortíðar með Karli Gauta og hans fylgismönnum, eða hvort Tómas Ellert, sem þykir tákn nýrra tíma hjá Miðflokknum, nái að hreppa oddvitasætið.

Orðið á götunni er að þessi valdabarátta tengist átökum Tómasar Ellerts og Leós Árnasonar, eiganda fasteignafélagsins Sigtúns, sem á og rekur nýja miðbæinn á Selfossi. Tómas Ellert greindi frá því á sínum tíma að Leó hefði reynt að múta sér með fjárhagsaðstoð til kosningabaráttu Miðflokksins gegn því að flokkurinn félli frá því að bærinn gerði tilboð í gamla Landsbankahúsið á Selfossi. Leó neitaði þessum ásökunum og sagðist hafa stutt frambjóðendur úr öllum flokkum án þess að biðja um greiða í staðinn.

Orðið á götunni er að átök Tómasar Ellerts við Leó, sem er viðskiptafélagi Kristjáns Vilhelmssonar, eins eiganda Samherja, séu rót þess að nú sé reynt að halda honum frá oddvitasæti. Tómas Ellert hafi í gegnum tíðina verið óhræddur við að gagnrýna valdaklíkur. Hann hafi margsinnis látið í ljós að hann óttist engan og sé tilbúinn að standa fastur gegn hagsmunatengslum sem hann telji ekki eiga heima í stjórnmálum.

Orðið á götunni er að niðurstaðan úr þessum átökum geti ekki aðeins mótað framtíð Miðflokksins á Suðurlandi heldur einnig varpað ljósi á það hverjir séu samherjar hverra. Þessi mál gætu skýrst á hverrti stundu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða