fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Þórhildur Sunna: Mannréttindi að detta úr tísku – Píratar verða að komast í ríkisstjórn

Eyjan
Miðvikudaginn 16. október 2024 17:15

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það tekur meira en eitt kjörtímabil að koma á nauðsynlegum breytingum í kvótakerfinu, sem er í sjálfu sér gott en ófært að ekki sé greidd sanngjörn renta af auðlindinni og að ekki séu uppboð á aflaheimildum. Píratar verða að komast í ríkisstjórn ef þeir vilja ná fram þeim nauðsynlegu breytingum sem þarf að gera m.a. í húsnæðismálum, mannréttindamálum, fiskveiðistjórnunarkerfinu og skattkerfinu. Öruggt þak yfir höfuðið er mannréttindamál. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Til þess að ná fram þeim breytingum sem ég held að íslenskt samfélag sé tilbúið fyrir og þarf á að halda til þess að við búum í sanngjarnara, betra og réttlátara samfélagi þá verðum við að komast í ríkisstjórn,“ segir Þórhildur Sunna.

Hún segir stjórnkerfið hér á landi virka þannig að minnihlutinn hafi mjög lítil áhrif og lítið sé hlustað á hann. „Einu tækin sem hann hefur eru í raun rétt undir þinglok þegar ríkisstjórnin fer að vilja klára ákveðin mál og þarf samstarf – neyðist til þess að vinna með minnihlutanum – og það er bara á þessum tímapunkti og engum öðrum sem við getum knúið fram eitthvað raunverulegt og það er aðallega kannski að stoppa eitthvað hræðilegt en ekki að ná fram einhverjum stórum breytingum sem við viljum sjá og ég finn að ég brenn enn þá fyrir því verkefni að koma á sanngjarnara skattkerfi, fara í stórtæka uppbyggingu á húsnæði – ekki bara af því að mér finnst það vera mannréttindi að hafa öruggt þak yfir höfuðið heldur vegna þess að það er ákveðinn öryggisventill fyrir samfélagið allt að við höfum í örugg hús að venda.“

Þórhildur Sunna segir mannréttindamál vera númer eitt, tvö og þrjú hjá sér. „Ég lagði það á mig að læra alþjóðalög og Evrópulög og sérhæfði mig í mannréttindum. Þar er af mörgu að taka á Íslandi. Við búum við frekar veika mannréttindavernd þvert á það sem okkar ríkisstjórn finnst gaman að segja við fólk í útlöndum vegna þess að um leið og þú stendur eitthvað höllum fæti í samfélaginu þá er mjög erfitt fyrir þig að sækja réttindi þín og standa vörð um þau og ef það fær að halda áfram að viðgangast þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að það verði gengið á réttindi fleiri og fleiri og fleiri eftir því sem ríkisstjórnin telur sig hafa meira rými til þess að brjóta á réttindum okkar.“

Hún segist skynja að mannréttindi séu að detta úr tísku á Alþingi sem og annars staðar og þá sé rödd Pírata í ríkisstjórn mikilvægari en nokkru sinni til að draga línu í sandinn og segja: Nei, hér eru grundvallarréttindi borgaranna. Við leikum okkur ekki með þau. Þau eru ekki pólitísk skiptimynt. Það er bara lína sem verður ekki stigið yfir. „Ég held að það sé alveg ótrúlega mikilvægt að við séum þar til að tryggja að svo verði ekki en sömuleiðis þá held ég að við höfum það skýra og sterka sýn þegar kemur að sjávarútvegsmálum, sem við höfum ekkert náð að tala um, en sem ég held að þurfi líka að takast á við …“

Komum aðeins inn á sjávarútvegsmálin svona í lokin.

„Endilega, við höfum þá sýn að kvótakerfið, það að við höfum aflaheimildir sem við úthlutum, sé í sjálfu sér gott en að þetta fyrirkomulag, að það sé ekki borguð sanngjörn renta af auðlindum þjóðarinnar, sé ekki gott og verði að breytast – það verði að borga auðlindagjald og það verði að fara í uppboð á aflaheimildum. Og ég held að það þurfi samhenta ríkisstjórn sem er tilbúin að takast á við það verkefni og það þarf einmitt meira en fjögur ár til að vinda ofan af þessu öllu saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn