fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Eyjan
Sunnudaginn 1. desember 2024 10:51

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirra sem greina kosningaúrslitin í dag er Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus. Hannes segir að þeir flokkar sem hafa að geyma marga hefðbundna kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi náð samtals 60% fylgi. Samfylkingin sé eini vinstri flokkurinn á þingi.

Hannes segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst talsvert fylgi en ekki goldið afhroð eins og hinir stjórnarflokkarnir tveir, Framsókn og VG. Hins vegar ætti Sjálfstæðisflokkurinn að vera hvíldinni feginn ef hann fer ekki í stjórn. Hannes birti svohljóðandi Facebook-færslu um kosningaúrslitin:

„Þótt Sjálfstæðisflokkurinn missti talsvert fylgi (um fimmtung þess) og líklega tvö þingsæti, galt hann ekki afhroð eins og hinir stjórnarflokkarnir, Framsókn og Vinstri grænir, sem misstu átta þingsæti hvor, en Vinstri grænir þurrkuðust nánast út. Tveir sæmilega eðlilegir samstarfsmöguleikar virðast hafa þingmeirihluta, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkurinn. Það er fróðlegt, að þrír flokkar, sem allir hafa að geyma marga hefðbundna kjósendur Sjálfstæðisflokksins, Viðreisn, Miðflokkurinn og auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur, skuli samanlagt fá verulegt fylgi, 47% um það bil, og má raunar bæta Flokki fólksins þar við, og þá yrði þessi „mið-hægri“ fylking með um 60% fylgi. Samfylkingin er eini vinstri flokkurinn, sem er eftir á þingi, með rösklega 21% fylgi. Kosningarnar fólu í sér mikinn ósigur vinstriaflanna á Íslandi. Það er líklega aðalfréttin. Hvað varð um það 30% fylgi, sem Samfylkingin átti að njóta samkvæmt skoðanakönnunum í upphafi kosningabaráttunnar? En því miður tel ég líklegast, að Viðreisn halli sér eins og í Reykjavíkurborg að Samfylkingunni og með sama hörmulega árangrinum. Sjálfstæðisflokkurinn á auðvitað ekki að skorast undan ábyrgð, en hann ætti samt að vera hvíldinni feginn, fengi hann að njóta hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins