fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ekkert eftir nema efinn

Eyjan
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 06:00

Robert Z. Aliber

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Z. Aliber prófessor við Chicago háskóla kom hér ári fyrir stóra hrun krónunnar og fall bankanna. Hann komst í fréttir fyrir það að mæla hita hagkerfisins með því að telja byggingakrana.

Á þeim tíma taldi hann að gengi krónunnar væri 30% of hátt metið. Flestir létu það mat fara inn um annað eyrað og út um hitt.

Eftir hrun var hins vegar farið að taka mark á prófessornum. En það var ekki hægt að tryggja eftir á.

Sautján árum síðar

Í byrjun júní á þessu ári kom Robert Z. Aliber enn til landsins til þess að tala á ráðstefnu um fjárfestingar lífeyrissjóða.

Sautján árum eftir að prófessorinn kom fyrst vaknar spurningin: Eigum við að skella skollaeyrum við orðum hans eins og árið fyrir hrun eða leggja við hlustir eins og árið eftir hrun?

Engum sögum fer af því að prófessorinn hafi talið byggingakrana í júní.

En hann fór á veitingahús og komst að þeirri niðurstöðu að verðgildi krónunnar væri 15 til 20% of hátt. Það er helmingi betra en fyrir stóra hrun krónunnar.

Hitt er, að reynist matið vera rétt er það alvarleg vísbending um að við séum ekki á réttri leið.

Gjaldeyrishöftin

Svo var það annað, sem prófessor Aliber sagði í júní og litla athygli hefur vakið.

Hann komst sakleysislega að orði með því að segja að afnema yrði skiptinguna milli innlendra og erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða.

Í raun og veru merkir þetta varfærna orðalag að gjaldeyrishöftin séu ekki gott meðal við meinsemdum í þjóðarbúskapnum. Hliðarverkanirnar séu verri en meðalið sjálft eins og alþekkt er með gjaldeyrishöft.

Helmingur af eignum lífeyrissjóða er í gjaldeyrishöftum. Það jafngildir ríflega heilli þjóðarframleiðslu. Með því að lífeyrissjóðirnir vaxa hraðar en þjóðarframleiðslan vex umfang gjaldeyrishaftanna jafnt og þétt með hverju ári.

Engin vestræn þjóð, sem styðst við markaðsbúskap, bindur jafn stóran hluta þjóðarframleiðslunnar í bagga gjaldeyrishafta og eykur hlutfall þeirra stöðugt.

Hliðarverkanir

Hliðarverkanir þessara miklu gjaldeyrishafta eru margs konar. Þær snerta hagsmuni fyrirtækja og einstaklinga eftir ótal leiðum. Sumar þeirra eru beinar en aðrar krókóttar.

  • Þegar svo stór hluti lífeyrissparnaðar almennings er ávaxtaður í jafn litlu og einsleitu hagkerfi verður áhættan óhóflega mikil. Áhættuna bera lífeyrisþegar einir. Aðrar þjóðir ávaxta slíka sjóði utan eigin hagkerfis að mestu.
  • Lífeyrissjóðir eru útilokaðir frá fjárfestingum, sem þeir kunna að meta hagstæðari og öruggari til lengri tíma. Í þeim tilvikum valda höftin beinu tapi lífeyrisþega eins og dæmin sanna.
  • Svo umfangsmikil gjaldeyrishöft skekkja líka verðmyndun krónunnar. Allir tapa á því þegar til lengdar lætur. Og þau valda eignabólum á hlutabréfamarkaði og húsnæðismarkaði. Fyrirtæki og launafólk finna fyrir því.
  • Vegna gjaldeyrishaftanna er félagslegt fjármagn í meirihluta á almennum hlutabréfamarkaði. Það veikir sköpunarkraft fjárfestingafjármagnsins umfram samkeppnislöndin, sem styðjast í ríkari mæli við einkafjármagn.
  • Lífeyrissjóðirnir eiga svo vegna haftanna ráðandi hlut í þremur bönkum og jafnframt í stærstu fyrirtækjunum sem eiga viðskipti við þá. Það er ekki bein hliðstæða við ástandið fyrir hrun, en minnir óþægilega á það.

Reynslan

Ríkisstjórninni finnst ekki ástæða til að íhuga málið.

Þá er ekkert eftir nema þessi efi af því að prófessorinn hafði einu sinni rétt fyrir sér.

Reynslan sýnir að það er óráð að loka augunum fyrir jafn alvarlegri skekkju í þjóðarbúskapnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
EyjanFastir pennar
30.10.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?