fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Eyjan
Laugardaginn 4. maí 2024 15:59

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bráðundarlegir hlutir geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu Morgunblaðsins nú um helgina eru – með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – skrif um það að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir sína þjónustu síðustu 1-2 árin.

Er látið að því liggja, að hér sé um einhver óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti.

Hér er ekki aðeins um undirróður og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur þjónað sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl!

Ekki er heldur stafur um það, í öllum þessum mikla og uppblásna texta Morgunblaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofnunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja.

Hér er með lúmskum og óheiðarlegum hætti verið að reyna að gera Höllu Hrund tortryggilega. Lúalegur leikur og lítilmannlegur.

Jafnhliða gerist það að blaðið birtir tvær greinar um forsetakosningarnar.

Aðra eftir höfund, sem reyndar býr í Ástralíu og veit kannske ekki mikið –  alla vega ekki á við vel upplýsta heimamenn – hverjir hlutir eru hér að gerast, Sólveigu Einarsdóttur, þar sem Katrín Jakobsdóttir er lofsungin upp í hástert.

Hin greinin er eftir konu, sem kallar sig guðfræðing og fræðimann, Guðbjörgu Snót Jónsdóttur, en hún fullyrðir að hún hafi ekki séð nein rök fyrir því að orkumálastjóri sé eitthvað hæfari í forsetaembættið en hinir og mælir með því að Arnar Þór Jónsson, sem fyrir undirrituðum er hægri öfgamaður, þjóðernissinni – væri eflaust í liði AfD í Þýzkalandi eða í Bræðrum Ítalíu, með anda Mussolini svífandi yfir vötnunum, ef þar væri – verði kosinn forseti.

Auðvitað má guðfræðingurinn hafa þá skoðun. Fræðimennskutitilinn sníð ég þó af, þar sem konan hefur greinilega ekkert haft fyrir því að kynna sér feyki mikinn, góðan og merkilegan mennta- og reynsluferil Höllu Hrundar, bæði erlendis og hérlendis.

Punkturinn með þessa umfjöllun um þessar greinar í Morgunblaðinu er sá, að hér er verið að mæla gegn Höllu Hrund, beint eða óbeint, í báðum greinunum, og þar með reynt að styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur, en áður hafði Friðjón R. Friðjónsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerzt sérstakur aðstoðarmaður eða ráðgjafi Katrínar í kosningabaráttunni.

Stórmerkilegt klíkuskapsfyrirbrigði þar á ferð! Varpar kannske einhverju ljósi á náið samstarf og tengsl Katrínar og Bjarna Benediktssonar síðustu 7 árin og mikinn stuðning sjálfstæðismanna við Katrínu.

Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu