fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Jakob Frímann liggur undir feldi

Eyjan
Föstudaginn 22. mars 2024 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að talsverður og vaxandi þrýstingur sé nú á að Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður, láti til skarar skríða og bjóði sig fram til embættis forseta Íslands.

Jakob er reynslubolti á ýmsum sviðum og hefur látið sig margt varða á löngum og fjölbreyttum ferli. Hann hefur reynslu af utanríkismálum, var m.a. menningarfulltrúi í íslenska sendiráðinu í London um skeið, auk þess sem hann bjó um árabil í Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og starfaði við tónlist. Þá er hann meðlimur í vinsælustu hljómsveit í sögu lýðveldisins, hljómsveitinni Stuðmönnum, sem hefur sungið sig inn í hjörtu og hugarheim þriggja kynslóða og sér vart fyrir endann á.

Orðið á götunni er að stuðningsmenn Jakobs telji hann tilvalinn í embætti forseta Íslands m.a. vegna þess að í gegnum þingmennsku fyrir Norðausturkjördæmi hafi hann öðlast mikilvæga innsýn í stöðu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu og orðið ötull talsmaður þeirra. Eðlilegt skref á þeirri vegferð sé að stíga skrefið til Bessastaða því forseti Íslands geti haft mikil áhrif á flestum sviðum þótt formlega sé hann valdalaus.

Orðið á götunni er að bundnar séu vonir við að sterk útgeislun Jakobs og  alþýðleg framkoma sem helst minni á velviljaðan framámann í kaupstað úti á landi um miðja síðustu öld sé einmitt það sem þjóðin leitar að nú um mundir og Jakob muni sóma sér vel sem húsbóndi á Bessastöðum.

Orðið á götunni er að í hópi þeirra sem nú þrýsta á Jakob séu ýmsir áhrifamiklir menn í samfélaginu, stuðningur við hann sé talsverður víða um land og ekki síst í kjördæminu hans.

Enn sem komið er mun Jakob ekki hafa gefið jáyrði en orðið á götunni er að hann liggi undir feldi og íhugi framboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu