fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða fólkið

Eyjan
Laugardaginn 16. mars 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum birtist í einhverjum vefmiðlum frásögn um stöðumælavörð sem svaraði ökumanni fullum hálsi. Bíl var lagt ólöglega og vörðurinn ætlaði að sekta bíleigandann sem sætti sig ekki við það. Í orðaskaki sagði stöðumælavörðurinn eitthvað sem ökumanninum mislíkaði. Hann var fljótur að hafa samband við vefmiðla og stöðumælasjóð. Bílstjórinn varð þolandi í málinu og mikill píslarvottur enda sagðist hann enn vera að jafna sig eftir þessi orðaskipti.

Ég hef talað við marga stöðumælaverði sem segja ófagrar sögur af samskiptum sínum við ökumenn. Fólk missir glóruna yfir bílastæðasektum og lætur reiði sína bitna á vesalings stöðumælavörðunum. Þeir segjast venjulega þegja þunnu hljóði enda þýði ekkert að tala við þetta reiða fólk. Þeir vita líka að fjölmiðlar hafa mikla samúð með bíleigendum sem vilja ekki borga í stöðumæli. Strætóstjórar sem gefast upp fyrir endalausu áreiti og svara fyrir sig liggja líka vel við höggi í fjölmiðlum.

Í samfélaginu eru fjölmargir sem verða daglega fyrir bræði meðborgara sinna. Starfsmenn í matsal Landspítala tilheyra slíkum hópi. Ég hafði nokkra slíka til meðferðar þegar ég var á spítalanum. Misreiðir læknar og hjúkrunarfræðingar og aðrir hikuðu ekki við segja þeim til syndanna og lýsa því yfir að allt væri óætt í matsalnum. Fólki var uppálagt að svara engu enda var það tilgangslaust. Maturinn var annað hvort bragðlaus eða of kryddaður eða ekki nægilega fjölbreyttur. Allt var ómögulegt og ekki skepnum bjóðandi.

Þjónkun fjölmiðla við þetta reiða fólk hefur mér alltaf fundist óskiljanleg. Það er frétt ef stöðumælavörður svarar freka kallinum á 20 milljón króna jeppanum. Það er á hinn bóginn ekki frétt þegar starfsstúlka í mötuneyti Landspítalans grætur í vinnunni vegna þess að fjöldi vel menntaðra og vel meinandi starfsmanna skammar hana samfellt í þrjá klukkutíma vegna þess að „plokkfiskurinn sé óætur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin
EyjanFastir pennar
27.10.2024

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar
EyjanFastir pennar
26.10.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland