fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Líkamsræktin meira en helmingi ódýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum, segir Ágústa Johnson

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir Covid hefur fólk meiri áhuga á að huga heildrænt að heilsunni, ekki bara stunda líkamsæfingar heldur líka passa upp á svefn, mataræði og svo er það nýjasta efnaskiptaheilsan. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir að þrátt fyrir mjög kostnaðarsamt og krefjandi viðskiptaumhverfi líkamsræktarstöðva hér á landi sé kostnaður við aðild að líkamsræktarstöð hér á landi meira en helmingi ódýrari en tíðkast í nágrannalöndunum, þegar miðað sé við sambærilega þjónustu. Ágústa er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Ágústa Johnson  - 6.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ágústa Johnson - 6.mp4

„Ég myndi segja að miðað við gæðin sem eru í boði hérna á Íslandi þá er verðið miklu lægra heldur en þekkist í nágrannalöndunum. Þú getur komist á svona lágverðsstöðvar þar sem er engin þjónusta í Bandaríkjunum, jafnvel þar sem er enginn starfsmaður, þú ert bara með kort og labbar sjálfur inn og það er bara eitthvert öryggisfyrirtæki sem er með myndavél á staðnum og kemur ef eitthvað skeður. Þar geturðu verið með mjög lágt verð,“ segir Ágústa.

Hún segir að þegar bornar séu saman líkamsræktarstöðvar með fulla þjónustu sé Ísland ódýrt. „Sem dæmi með Hreyfingu þá væru mánaðargjöldin tvisvar sinnum dýrari, og rúmlega það, í Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Þetta er í rauninni mjög ódýr þjónusta á Íslandi og það má segja að rekstrarumhverfið hér á Íslandi er erfitt vegna þess að við erum með mjög háan launakostnað hér á landi. Ég hef verið í samtökum með kollegum frá Evrópulöndum og þegar menn eru að bera sig saman með rekstrarkostnað þá eru þeir gapandi yfir t.d. launakostnaði hér á Íslandi.“

Hún nefnir sem dæmi kostnaður við afgreiðslu- og ræstingastörf hér á landi sé engan veginn samanburðarhæfur við það sem tíðkast í öðrum löndum. Hún samsinnir því að húsnæðiskostnaður sé lægri hér en í stórborgum erlendis +a sama tíma og fjármagnskostnaður sé mun hærri hér en annars staðar og ekki sé gott að vera mjög skuldsettur í svona rekstri hér á landi.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Ágústa segist taka eftir því í kjölfar Covid að fólk hugsi meira heildstætt um heilsuna en áður. „Það sem við höfum upplifað er að fólk er áhugasamara heildrænt um heilsuna og er meira að spá í þáttum eins og svefni, mataræði og svo sé það nýjasta, sem fengið hafi mikla athygli undanfarin ár, sem sé efnaskiptaheilsan, t.d. blóðsykurinn.

Hún segir upplýsingar vera út um allt um þessi mál. Því fylgi upplýsingaóreiða og misvísandi upplýsingar. „Fólk leitar þess vegna inn á líkamsræktarstöðvarnar að fagþekkingu – að góðar ráðleggingar frá fagfólki. Mér finnst það hafa aukist. Í Hreyfingu erum við með sérstaka heilsuaðild þar sem við erum að bjóða upp á aðgang að þjálfara og spa, svona meiri heildræna heilsuþjónustu. Eftir Covid hefur fjölgað mjög í þessari aðild hjá okkur og við finnum fyrir mjög auknum áhuga á að koma og taka heilsuna svona föstum tökum, fá ráðleggingar, fá æfingakerfi, fá mælingar, endurnýja æfingakerfið reglulega og láta uppfæra það eftir þörfum vegna þess að þú getur ekki alltaf verið að bauka með sama æfingakerfið o.s.frv. Þetta finnst mér vera gríðarlega jákvætt og ég hef trú að því að þetta sé bara rétt byrjunin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Hide picture