fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Þriggja flokka stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknar virðist möguleg

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 12:20

Hverfandi líkur eru á að núverandi ríkisstjórn haldi velli í næstu þingkosningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn eykur fylgi sitt umtalsvert milli mánaða í nýrri skoðanakönnun Maskínu og samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur aldrei mælst minna. Samfylkingin er langstærsti flokkur landsins og fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst enn saman. Fylgi Pírata heldur áfram að síga og hefur ekki verið lægra um árabil.

Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni. Fylgi Miðflokksins hækkar þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tæplega tólf prósenta fylgi.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala og fer úr 17,3 prósenta fylgi í desember í 16,6 prósent í janúarkönnuninni. Að teknu tilliti til vikmarka skarast fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar ekki og er munurinn því marktækur ellefta mánuðinn í röð. Raunar eru neðri vikmörk á fylgi Sjálfstæðisflokksins í 14,9 prósentum og þau efri í 18,3 prósentum.

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna minnkar eilítið frá því í desember og mælist nú 32,6 prósent.

Spurt var: Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? (fylgi síðustu mælingar frá því í desember 2023 er innan sviga).

  • Samfylkingin: 25,7 prósent (26,3 prósent)
  • Sjálfstæðisflokkurinn: 16,6 prósent (17,3 prósent)
  • Miðflokkurinn: 11,8 prósent (9,4 prósent)
  • Viðreisn: 11,7 prósent (12,2 prósent)
  • Framsóknarflokkurinn: 10,3 prósent (9,9 prósent)
  • Píratar: 7,6 prósent (8,1 prósent)
  • Flokkur fólksins: 6,5 prósent (6,8 prósent)
  • Vinstri græn: 5,7 prósent (5,6 prósent)
  • Sósíalistaflokkurinn: 4,1 prósent (4,3 prósent)

Vinstri græn hökta enn í námunda við 5 prósenta mörkin og virðist flokkurinn vera komin nærri því að mælast einungis með kjarnafylgi sitt. Framsóknarflokkurinn virðist einnig vera búinn að festa sig í kringum 10 prósentin í vetur eftir að hafa dalað mjög skarpt í sumar og haust.

Samkvæmt þessari könnun fengju Samfylking, Viðreisn og Framsókn gætu samanlagt fengið 32 þingmenn og þar með þingmeirihluta. Reykjavíkurmódelið (Samfylking, Framsókn, Viðreisn og Píratar) fengi að líkindum 37 þingmenn og þar með öruggan þingmeirihluta.

Athygli vekur að fylgi Pírata sígur niður á við, mælist nú 7,6 prósent, og þeir fá yfirleitt talsvert minna fylgi í kosningum en þeir mælast með í könnunum. Því gæti brugðið til beggja vona með það hvort Pírata næðu inn manni haldi þessi þróun áfram.

Annars virðist talsvert fylgi vera á fleygiferð og Miðflokkurinn bætir við sig næstum 2,5 prósentustigum í könnuninni, sem að líkindum gæfi flokknum átta þingmenn, en þingmenn flokksins nú eru tveir. Þeir voru reyndar þrír í síðustu kosningum en Birgir Þórarinsson flúði af vettvangi nánast strax eftir kosningar og leitaði hælis í Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt þessari könnun fengi Sjálfstæðisflokkurinn 11 þingmenn en nú eru þeir 17 að Birgi Þórarinssyni meðtöldum.

Vert er að geta þess að Maskína reiknar ekki út líklegan þingmannafjölda flokkanna og áætlaður þingmannafjöldi hér að ofan er því einungis létt reikniæfing út frá heildarfylgi hvers flokks

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar af á landinu og á aldrinum átján ára og eldri. Könnunin fór fram dagana 10. til 15. janúar 2024 og voru svarendur 1.936 talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember