fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Ég er búinn að því

Eyjan
Laugardaginn 9. september 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með hækkandi aldri fækkar tækifærunum og valkostir lífsins verða takmarkaðir. Ég hef tekið þá afstöðu að velja og hafna og útiloka enda búinn að gera svo ótal margt sem engin ástæða er til að endurtaka. Það gefur mér aftur tíma til aðhafast eitthvað skemmtilegt sem mig langar.

Ég er búinn að fara í Ikea og þarf aldrei framar að vafra stefnulaust um endalaus sýningarherbergi og tilgerðarlegar eftirlíkingar af híbýlum fólks. Ég er búinn að tjalda og þarf ekki að læra á nútímatjöld með uppblásanlegri grind. Ég er búinn að fara á skíði. Ég renndi mér eina bunu í skólaferð Lauganesskóla árið 1958 og langaði ekki aftur. Ég er líka búinn að fara í golf. Sló golfkúlu í Hollandi árið 1989 og sá engan tilgang með þessari tilgangslausu íþrótt. Ég er búinn að lesa mína síðustu bók um ofurhetjuna Jack Reacher. Hann verður leiðinlegri með hverju nýju ævintýri. Ég er búinn með Kostkó. Það var gaman að fara þangað á sumrin  til að skoða jólaskreytingar en núna er það bara hallærislegt. Ég er líka búinn að fara í strætó enda get ég ekki lært á þessi nýtísku öpp sem nauðsynleg eru. Ég er búinn að lesa nógu margar lýsingar á lífi Íslendinga á Kanarí og Tene til að þurfa aldrei að fara þangað. Ég vann einu sinni sem læknir á Þjóðhátíð í Eyjum svo að ekki þarf að endurtaka þá lífsreynslu. Ég er búinn að lesa nógu margar ævisögur Bubba Morthens.

Það gerir lífið mun einfaldara að taka ákvarðanir sem þessar. Þegar einhver spyr hvort maður ætli að gera eitthvað ákveðið er hægt að svara: „Nei, ég er búinn að því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: „Woke“, opinberar syndajátningar og gagnsleysi dyggðaflöggunar

Björn Jón skrifar: „Woke“, opinberar syndajátningar og gagnsleysi dyggðaflöggunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Upprás næstu stjórnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Upprás næstu stjórnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Hinir friðsömu Íslendingar

Björn Jón skrifar: Hinir friðsömu Íslendingar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tvær kúvendingar og einn kollhnís

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tvær kúvendingar og einn kollhnís
EyjanFastir pennar
02.09.2023

Sigmundur Ernir skrifar: Dómurinn yfir bankakerfinu

Sigmundur Ernir skrifar: Dómurinn yfir bankakerfinu
EyjanFastir pennar
02.09.2023

Óttar Guðmundsson skrifar: Grenitrjáablæti

Óttar Guðmundsson skrifar: Grenitrjáablæti
EyjanFastir pennar
27.08.2023

Björn Jón skrifar: Skýr hugmyndafræðileg sýn Frakklandsforseta

Björn Jón skrifar: Skýr hugmyndafræðileg sýn Frakklandsforseta
EyjanFastir pennar
20.08.2023

Björn Jón skrifar: Það sem Ásgeir sagði á Hólum

Björn Jón skrifar: Það sem Ásgeir sagði á Hólum
EyjanFastir pennar
19.08.2023

Svarthöfði skrifar: Refsivöndurinn

Svarthöfði skrifar: Refsivöndurinn
EyjanFastir pennar
13.08.2023

Björn Jón skrifar: Að leita upprunans

Björn Jón skrifar: Að leita upprunans
EyjanFastir pennar
12.08.2023

Sigmundur Ernir skrifar: Láglendisvæðing öræfanna

Sigmundur Ernir skrifar: Láglendisvæðing öræfanna