fbpx
Föstudagur 22.september 2023
Eyjan

Þorsteinn segir Bjarna hafa farið í kollhnís með samgöngusáttmálann og þar með grafið undan trúverðugleika sínum og Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. september 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa farið í kollhnís varðandi samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og rýrt eigin trúverðugleika og Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn fjallar um kúvendingar Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu og kollhnís Bjarna varðandi samgöngusáttmálann af kögunarhóli á Eyjunni í dag.

Þorsteinn segir allt benda til þess að ákvörðun matvælaráðherra um að banna hvalveiðar með hálfs sólarhrings fyrirvara í sumar hafi fyrst og fremst beinst að grasrót VG að einn ráðherra flokksins gæti boðið ráðherrum samstarfsflokkanna birginn.

Hann telur einsýnt að síðari ákvörðunin um að leyfa hvalveiðar hafi verið tekin vegna þrýstings samstarfsflokkanna og því lýsi sú kúvending veikri pólitískri stöðu.

Þorsteinn telur pólitíska leiki af þessu tagi rýra mjög áhuga annarra flokka á samstarfi við VG óháð afstöðu þeirra til hvalveiða. Þessi trúverðugleika brestur geti því haft pólitísk áhrif langt umfram vægi málsins.

Þorsteinn furðar sig á yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar um að forsendur samgöngusáttmálans séu brostnar. Öllum aðilum sáttmálans hafi mátt vera ljóst að óvissuþættirnir væru nokkrir.

Í fyrsta lagi gæti verðbólga haft áhrif á áætlaðan kostnað. Í öðru lagi kynni grunnur kostnaðarmatsins, sem allir samningsaðilar báru jafna ábyrgð á, að breytast í einhverjum tilvikum. Í þriðja lagi var stærsta óvissuatriðið skilið eftir, sjálfur rekstrarkostnaðurinn.

Öll þessi atriði kalla á endurskoðun. Á hinn bóginn verður ekki séð að þau séu forsendubrestur.“

Þorsteinn segir erfitt að átta sig á merkingu yfirlýsingar fjármálaráðherra. Felur hún í sér riftun eða vill ríkið breyta grundvelli samkomulagsins. Er ráðherrann kannski að tala um sams konar endurskoðun og borgarstjóri.

Þá liggi ekki heldur fyrir hvort samstaða sé milli stjórnarflokkanna um túlkun á yfirlýsingunni. Það lýsi pólitískum veikleika að láta svör við þessum spurningum hanga í lausu lofti.

Greinilegt sé hins vegar að fjármálaráðherra vilji að afstaða hans sé opin í báða enda.

Þorsteinn segir blasa við að ætlun Bjarna sé að ná tveimur ósamrýmanlegum markmiðum:

Annars vegar að slæva gagnrýni Miðflokksins og íhaldssamari arms Sjálfstæðisflokksins á borgarlínuna, sem raunar sé innan við helmingur af umfangi sáttmálans.

Hins vegar vilji Bjarni ógjarnan láta það spyrjast um Sjálfstæðisflokkinn að hann standi ekki við gerða samninga.

Nú sé hins vegar komin upp óvissa hvort staðið verði við gerða samninga og það rýri þá áreiðanleikaímynd sem flokkur fjármálaráðherra hafi lengi haft umfram marga aðra.

Það geti síðan, rétt eins og hjá VG og matvælaráðherra, þrengt samstarfsmöguleika Sjálfstæðisflokksins.

Af kögunarhóli í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum

Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Pólitíkusinn Pawel freistar þess að verða viðkunnalegri með óvenjulegum hætti

Pólitíkusinn Pawel freistar þess að verða viðkunnalegri með óvenjulegum hætti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára