fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Segir hávaxtastefnu Seðlabankans valda húsnæðisskorti og mikilli verðbólgu í framtíðinni – mikilvægt að vextir lækki fljótlega

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 3. september 2023 10:30

Björn Berg Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vextir eru mannanna verk, persónulegar ákvarðanir fólks, segir Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi og fyrrum forstöðumaður greiningar- og fræðslu hjá Íslandsbanka. Björn er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Björn Berg - Vextir
play-sharp-fill

Markaðurinn - Björn Berg - Vextir

Björn segist hafa fundið önnur viðbrögð við síðustu vaxtahækkunum Seðlabankans en fyrr, breyttan tón. Meiri efasemdir séu um hækkanirnar nú en áður. Þær gætu valdið aukinni verðbólgu seinna meir. Raunveruleikinn sé að þegar vextir verða of háir hætti verktakar að byggja húsnæði. Ef svo fari að verktakar haldi að sér höndunum vegna þess að þeir þurfi að fjármagna sig á jafnvel 15-20 prósent vöxtum, þeir sjái fram á að dæmið gangi ekki upp og bíði, fari ekki í framkvæmdir, en á sama tíma fjölgi okkur mikið vegna innflutnings fólks, sem bætist ofan á það að margir bíði nú og fresti annað hvort flutningum eða innkomu á markaðinn, geti orðið alvarlegt ástand hér þegar vextir fari að lækka á ný.

Eftir tvö til þrjú ár getur húsnæðisverð rokið upp á nú einmitt út af þessu, segir Björn Berg. Þá erum við aftur komin í þessa verðbólgu. „Þetta eru áhyggjur sem við höfum heyrt frá Samtökum iðnaðarins sem vita hvað þau eru að segja um verktakana því að þau eru í daglegu samtali við þá,“ segir hann.

Þessir háu vextir mega þess vegna ekki vara mjög lengi, að mati Björns Berg.

Hann telur að lausnin felist í einhvers konar þjóðarsáttarmódeli þar sem allir koma að borðinu, ekki aðeins aðilar vinnumarkaðarins.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google: </div

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Hide picture