fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Ferðamenn

Eyjan
Laugardaginn 5. ágúst 2023 07:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn á Íslandi hafa alltaf verið umdeildir. Í æsku minni voru sagðar sögur af túristum sem gistu hjá bændum. Þegar þeim var boðinn morgunverður stálu þeir öllum matnum af borðinu og skildu bóndann eftir dapran og steini lostinn. Ferðamenn voru sagðir ganga illa um „náttúruperlur“ og ganga örna sinna úti á víðavangi. Sjónvarpið sýndi oft myndir af túristakúk í miðri mosabreiðu og ferðamönnum við vegkantinn að gefa hestum harðbannað sætabrauð.

Á sama tíma vildu allir græða á ferðamönnum. Byggðarlög út um allt land reyna að búa til afþreyingu svo að rúturnar stoppi og hleypi út túristum. Menn hafa byggt upp flúðasiglingu, hvalaskoðun, íshella og óteljandi heitar laugar til að svamla í. Grindvíkingar komu sér upp þægilegu eldgosi fjarri byggð en þó í göngufæri. Á sama tíma er kvartað undan fjölda túrista og átroðningi á íslenska náttúru. Menn vilja bæði fá milljónir vel stæðra túrista til landsins og halda því ósnortnu. Allir vilja fá túrista í minjagripaverslanir við Laugaveg en á sama tíma á miðbærinn að haldast óbreyttur og krúttlegur.

Þessi þversögn endurspeglast í deilunum um Landmannalaugar. Má byggja upp nútímaaðstöðu eða á að halda öllu eins og það var í árdaga ferðamennskunnar? Allir vita að túristar kúka úti í móum ef þeir finna engin klósett. Samrýmist ósnortin náttúra kröfum nútímasamfélags um massatúrisma, virkjanir,  vegaframkvæmdir og göng í gegnum fjöll? Það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Nú verður að safna saman valinkunnu gáfufólki og rétt hugsandi áhrifavöldum og náttúruunnendum til að svara þessari spurningu:

Hvernig er hægt að fá hingað forríka túrista sem skila skrilljónum í ríkiskassann án þess að hleypa þeim inn í landið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Enn eru fornmenn á ferð

Enn eru fornmenn á ferð
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þáttaskil í Evrópuumræðu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þáttaskil í Evrópuumræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Hvað mun sagan segja?

Thomas Möller skrifar: Hvað mun sagan segja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Ég er ekki í nestiskulnun

Nína Richter skrifar: Ég er ekki í nestiskulnun