fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
EyjanFastir pennar

Brynjar Níelsson skrifar: Að börn fái að vera börn

Eyjan
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 10:49

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að svokallaðir sérfræðingar fóru að leiðbeina okkur um barnauppeldi, þar sem almenn skynsemi og reynsluspeki kynslóðanna hefur þurft að víkja fyrir fræðum og vísindum, hefur heldur hallað undan fæti þegar kemur að vellíðan barna.

Þetta gerist á sama tíma og þegar allar ytri aðstæður eru til staðar svo að börnin geti blómstrað og átt tiltölulega áhyggjulausa æsku. Nú er svo komið að nánast annað hvert barn glímir við kvíða og verulega vanlíðan. En ekki nokkrum manni dettur í hug að grafast fyrir um orsakir þess heldur er barið á stjórnmálamönnum um að ekki séu næg úrræði fyrir börn í vanda, stækka og efla þurfi BUGL og efla geðheilbrigðisþjónustu og hafa sálfræðing í hverjum bekk í grunn- og framhaldsskóla. Ef það þarf er eitthvað mikið að í íslensku samfélagi.

Við erum búin að rugla og hræða börn í nafni fræða og vísinda. Hver sérfræðingurinn af öðrum kemur til að segja börnunum a jörðin sé að farast, ekki eftir hundrað ár, heldur á morgun eða hinn. Svo er þessi eilífa kynfræðsla fyrir börn í fyrstu bekkjum grunnskóla, sem gerir ekkert annað en að rugla þau í ríminu. Ruglið nær síðan hæstu hæðum þegar sáð er efasemdum um kyn þeirra. Ef einhver telur sig vera í röngum líkama leiðréttir viðkomandi það síðar.

Til að rugla börnin endanlega í ríminu koma poppstjörnur til að segja þeim að þær hafi verið útúrdópaðar á hátindi ferils síns og reyna svo að sannfæra þau um að fíkniefnaneysla borgi sig ekki. Þetta er börnunum boðið upp á á hverju ári alla skólagönguna en það má alls ekki fræða þau um boðskap Jesú Krists, sem er í grunninn um kærleikann og fyrirgefninguna og góða siði til að hjálpa okkur í gegnum lífið. Það telst innræting og þar að auki er tilvist Guðs ekki vísindalega sönnuð.

Engin furða er að börnum nú til dags líði verr en áður. Og ekki er það til að bæta líðan þeirra að afhenda þeim snjallsíma áður en skólagangan hefst svo þau geti kannað alla verstu afkima samfélagsins og það áður en þau hafa þroska til að greina með góðu móti rétt frá röngu.

Börn mega heldur ekki læra að taka ábyrgð á rangri hegðun þegar þau hafa vit til og þegar illa gengur kennum við skólanum eða „kerfinu“ um. Við berum enga ábyrgð sjálf. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig rétthugsunarliðið og woke fólkið bregst við þessum pistli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum

Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: „Multifunktional og multikultural“

Óttar Guðmundsson skrifar: „Multifunktional og multikultural“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Full í vinnunni

Óttar Guðmundsson skrifar: Full í vinnunni
EyjanFastir pennar
16.08.2024

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila
EyjanFastir pennar
15.08.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
EyjanFastir pennar
04.08.2024

Björn Jón skrifar: Af setningarhátíðum og guðlasti

Björn Jón skrifar: Af setningarhátíðum og guðlasti
EyjanFastir pennar
03.08.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Alþýðlegi forsetinn kveður embættið

Sigmundur Ernir skrifar: Alþýðlegi forsetinn kveður embættið