fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Ríkið er víða

Eyjan
Laugardaginn 6. maí 2023 15:15

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að vinda kraftinn úr einkaframtakinu á fjölmiðlamarkaði á síðustu árum, svo mjög raunar að ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af þróun mála á sviði upplýsinga, aðhalds og skoðanaskipta í landinu.

Bent hefur verið á, meðal annars af formanni Blaðamannafélagi Íslands að eftir standi þrjár meginstoðir í íslenskri fréttamennsku, Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn. Það er þó líklega of í lagt, því þegar betur er að gáð sést að burðarvirkið er breytt og laskað.

Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og fleiri ljósvakamiðla er að uppistöðu í eigu lífeyrissjóða sem er auðvitað allt annar veruleiki en þegar þessum þróttmikla einkamiðli var haldið úti af sjálfstæðum og óháðum athafnamönnum á árum áður. Þá leiddi Stöð 2 og Bylgjan alla þá nýsköpun sem einkenndi framsækna fjölmiðla hér á landi, bæði á sviði barnaefnis, leikinna þátta, menningardagskrár og ekki síst fréttaþjónustu sem á stundum gerði svolítið lítið úr svokölluðu öryggishlutverki ríkisins á sama vettvangi.

Núna er sama fréttastofa búin að læsa að sér í sjónvarpi, svo stór hluti almennings er ekki fær um að njóta afurða hennar. Og allt eins má gera ráð fyrir að henni verði lokað á næstu misserum eða árum, sem vonandi verður ekki, en er engu að síður í takti við kreppuna hjá einkareknum miðlum á Íslandi sem hefur verið áberandi á síðustu árum þegar hver fjölmiðillinn af öðrum hefur lagt upp laupana.

Árvakur heldur enn þá úti eina dagblaðinu á Íslandi, en má vera að það megi heita ríkisrekið? Eða hvernig er komið fyrir elsta dagblaði landsins, sem alla tíð hefur boðað einkaframtak umfram ríkisafskipti, þegar það þarf á endurteknum afskriftum að halda upp á næstum tug milljarða króna, sem dugar þó ekki einu til, því stórútgerðin þarf líka að leggja því til fjármuni svo skiptir hundruðum milljóna króna það sem af er þessari öld.

Árvakur átti ekki fyrir launum starfsmanna Morgunblaðsins á hrunárinu 2008. Útgefandinn var tæknilega gjaldþrota. Viðskiptabanki hans, ríkisbanki að nafni Íslandsbanki, varð að gjöra svo vel að afskrifa skuldir félagsins ári seinna upp á 7,8 milljarða króna á núvirði. Það dugði ekki einu sinni til, því endurtaka þurfti ríkisaðstoðina tveimur árum síðar með afskriftum upp á 1,6 milljarða á núvirði.

Og það er ekki hvaða dagblað sem er, eða einkarekinn fjölmiðill yfirleitt, sem fær 9,4 milljarða ríkisaðstoð á nokkurra ára bili til að lifa af óhóflegar fjárfestingar í nýrri prentvél og húsnæði uppi í Hádegismóum. Það þurfti með öðrum orðum að ríkisvæða blaðið svo það þraukaði áfram.

Það er því aðeins ein stoð eftir. Ríkið sjálft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
29.04.2023

Sigmundur Ernir skrifar: Hagur öfgaaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Hagur öfgaaflanna
EyjanFastir pennar
23.04.2023

Björn Jón skrifar – Kerfi sem letur menn til vinnu

Björn Jón skrifar – Kerfi sem letur menn til vinnu
EyjanFastir pennar
02.04.2023

Björn Jón skrifar: Hvers virði er íslenskan?

Björn Jón skrifar: Hvers virði er íslenskan?
EyjanFastir pennar
26.03.2023

Björn Jón skrifar: Nóg komið af dyggðasýningum, slaufunarmenningu og kynlausum persónufornöfnum

Björn Jón skrifar: Nóg komið af dyggðasýningum, slaufunarmenningu og kynlausum persónufornöfnum
EyjanFastir pennar
12.02.2023

Björn Jón skrifar: Mannleg reisn andspænis gervigreind

Björn Jón skrifar: Mannleg reisn andspænis gervigreind
EyjanFastir pennar
09.02.2023

Af hverju voru Íslendingar blekktir?

Af hverju voru Íslendingar blekktir?
EyjanFastir pennar
09.01.2023

„Hvað eiga Matilde, Alina og Eva sameiginlegt?“ – Rangfærslur Hildar í Morgunblaðinu vekja athygli

„Hvað eiga Matilde, Alina og Eva sameiginlegt?“ – Rangfærslur Hildar í Morgunblaðinu vekja athygli
EyjanFastir pennar
08.01.2023

Björn Jón skrifar: Út og suður í ársbyrjun

Björn Jón skrifar: Út og suður í ársbyrjun