fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Eyjan

Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. desember 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hafa 275 refsidómar fyrnst hér á landi, þar af fjórir kynferðisbrotadómar og 31 dómur fyrir ofbeldisbrot. Síðasta haust biðu 279 karlar á biðlistum eftir afplánun vegna fangelsisdóma sem dómstólar landsins hafa kveðið upp. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ræddi um ömurlegt ástand í fangelsismálum undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag.

Síðasta haust biðu 279 karlar á biðlista eftir afplánun í fangelsi. 279 manna hópur sem hafði verið dæmdur í fangelsi af dómstólum landsins. Þessar tölur úr fangelsum bárust eftir að ég lagði fram spurningar til þáverandi dómsmálaráðherra. Meðalbiðtími eftir því að vera kallaður inn til afplánunar var rúm tvö ár eftir að dómur féll. Rúm tvö ár liðu sem sagt frá því að dómstólar dæmdi fangelsisdóm þar til afplánun hófst,“ sagði Þorbjörg Sigríður í ræðu sinni.

Hún benti á að Fangelsismálastofnun hefur sætt niðurskurði samfleytt í 21 ár. „Og Ísland er núna land þar sem dæmdir ofbeldismenn afplána ekki alltaf fangelsidóma sína bara vegna þess að fangelsin geta ekki tekið við mönnum í fangelsi.“

Að sögn hennar fyrnast fangelsisdómar beinlínis vegna þess að ekki er til fjármagn. „Þetta þýðir að dómar sem dómstólar landsins hafa fellt verða í raun að engu. Að langt ferli við að skera úr um sekt mann í sakamálum fyrir dómstólum landsins verður að engu. Á síðustu 10 árum fyrndust 275 dómar. Fjórir kynferðisbrotadómar og 31 dómur fyrir ofbeldisbrot. Það eru þau brot sem þykja hvað alvarlegust í samfélaginu. Alvarleg brot gegn fólki. Birtingarmyndirnar eru víðar.“

Hún sagði það ítrekað gerast að dómstólar dæmi vægari dóma bara vegna þess hvað málin hafi dregist innan kerfisins. Það komi skýrt fram. Dómar fyrir alvarleg brot – jafnvel kynferðisbrot – verði skilorðsbundnir vegna þess að málin hafi tekið of langan tíma í kerfinu. Ástæðan sé álag innan kerfisins.

Getur þetta gengið upp svona? Grunnhlutverk ríkisins er að tryggja öryggi fólksins í landinu. Ekkert eitt svar útskýrir stöðu mála betur en að þessi málaflokkur hefur verið van fjármagnaður. Og nú kemur skýrsla Ríkisendurskoðunar sem er eins skýr áfellisdómur og hugsast getur yfir stjórnvöldum,“ sagði Þorbjörg Sigríður.

Sjálfstæðisflokkurinn fer með dómsmálaráðuneytið og hefur gert það í áratug og því er erfitt að túlka orð Þorbjargar Sigríðar öðruvísi en sem harða gagnrýni á það hvernig flokkurinn hefur haldið á fangelsismálum síðasta áratuginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg leitar á náðir þróunarbanka til að fjármagna viðhald skólabygginga

Reykjavíkurborg leitar á náðir þróunarbanka til að fjármagna viðhald skólabygginga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ópólitíkin í Júróvisjón svo ráðandi að það jaðrar við pólitík

Orðið á götunni: Ópólitíkin í Júróvisjón svo ráðandi að það jaðrar við pólitík
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Líkamsræktin meira en helmingi ódýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum, segir Ágústa Johnson

Líkamsræktin meira en helmingi ódýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum, segir Ágústa Johnson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ástþór spyr hvort Davíð stýri hópi drukkinna unglinga

Ástþór spyr hvort Davíð stýri hópi drukkinna unglinga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lára og Stefán til gæðalausna Origo

Lára og Stefán til gæðalausna Origo
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágústa Johnson: Við eigum bara einn skrokk – „Use it or lose it!“

Ágústa Johnson: Við eigum bara einn skrokk – „Use it or lose it!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Netverjar með hugsjón

Óttar Guðmundsson skrifar: Netverjar með hugsjón