fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Framsókn tapaði 3 milljónum – Hvalur hf á meðal stærstu styrktaraðila

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. desember 2023 16:30

Þrátt fyrir velgengni Einar Þorsteinssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar í kosningum tapaði Framsóknarflokkurinn peningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarflokkurinn tapaði þremur milljónum á árinu 2022. Eigið fé flokksins var neikvætt um tæpar 28 milljónir króna í lok ársins.

Þetta kemur fram í sameiginlegum reikningsskilum Framsóknarflokksins og 31 kjördæmisráða og undirfélaga. Sem og Skúlagarðs, fasteignafélagsins utan um Framsóknarhúsið við Hverfisgötu.

Tekjur flokksins jukust verulega á milli ára, það er úr 155 milljónum króna í 214. Skiptu þar mestu framlög úr ríkissjóði sem hækkuðu úr 85 milljónum í 122. Framlögin eru í takt við gengi í kosningum og Framsóknarflokkurinn bætti verulega við sig í síðustu alþingiskosningum.

Þá hækkuðu fjárframlög lögaðila, einstaklinga og sveitarfélaga sem og leigutekjur.

Gjöld flokksins hækkuðu einnig umtalsvert. Það er úr 175 milljónum króna í 202. Kostnaður í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar var svipaður og við alþingiskosningarnar árið áður, það er vel á níunda tug milljóna. Stóra breytan er hins vegar að kostnaður við rekstur aðalskrifstofu hækkaði úr 56 milljónum í 91.

Alls er því rekstrarhagnaður tæpar 12 milljónir króna en það sem kemur Framsóknarflokknum í mínus eru fjármagnsgjöld upp á 14 milljónir.

Samherji og Síldarvinnslan á meðal bakhjarla

Fjárframlög frá lögaðilum námu tæpum 25 milljónum á árinu. Hið umdeilda útgerðarfélag Hvalur hf var á meðal þeirra félaga sem gáfu stærstu upphæðirnar til flokksins.

Á meðal annarra stórra bakhjarla má nefna útgerðarfélagið Eskju, Frumherja, Heklu, Kviku banka, Landleiðir, fasteignafélagið Mókoll, Samherja, Síldarvinnsluna og Þorbjörn.

Stærstu framlög einstaklinga komu frá Orra Hlöðverssyni bæjarfulltrúa í Kópavogi og þingmönnunum Líneik Önnu Sævarsdóttur, Þórarni Péturssyni og Ingibjörgu Isaksen.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að