fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Þjóðin vill slaufa Ísrael

Eyjan
Laugardaginn 23. desember 2023 17:30

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Löngum hefur þeirri klisju verið veifað að ekki eigi að blanda saman pólitík og skemmtun, ellegar stjórnmálum og listum, hvað þá þjóðmálum og íþróttum. Rökin hafa gjarnan verið í þá veru að þjóðin eigi að geta notið samkomuhalds án þess að drepa það í dróma með dægurþrasi og nöldri. Og hlífa beri mannamótum og menningu við flokkslægu fjargviðri og fjasi.

En hvað þýðir þetta í raun?

Afstöðuleysi er skýra svarið. Nefnilega það atferli mannsins að líta undan. Telja sig ekki þurfa að sjá það um stundarsakir sem amar að í heimi hér.

„Með því að aðhafast ekki, láta sem ekkert sé, er hver og einn sem lætur svo, að hlífa gerendum.“

En vel að merkja, þetta afstöðuleysi felur ekki í sér hlutleysi. Þar er langur vegur frá. Afstöðuleysið er þvert á móti markviss og augljós hlutdrægni. Með því að aðhafast ekki, láta sem ekkert sé, er hver og einn sem lætur svo, að hlífa gerendum.

Það verður ekki orðað öðruvísi.

Af þessum sökum er krafan um að halda kjafti á mannamótum – og leyfa sér með þeim hætti að sitja hjá eftir hentugleikum og aðstæðum, álíka gáfuleg og að bjóða freka karlinum í þorpinu að vera veislustjóri á árshátíð bæjarfélagsins. Heimamenn viti það vel að hann berji konuna sína, en það eigi ekki að blanda saman heimilisofbeldi og skemmtun.

En maðurinn komi að öðru leyti vel fyrir. Og sé skemmtilegur.

Lengi vel hefur verið klappað fyrir svona körlum. Og þeir þótt sjálfsagður partur af samfélaginu.

En það hefur loksins orðið breyting á. Og það á líka við um menningarlífið, íþróttasamkomur og skemmtanir af hvaða tagi sem er. Almenningur vill ekki lengur hampa þeim sem fara á svig við megingildi í þeim samfélögum sem vilja taka mannréttindi, frelsi og lýðræði alvarlega.

Það er akkúrat í þessu ljósi sem afstaða Íslendinga gagnvart þátttöku Ísraels í Söngvakeppni Evrópu er afar skýr. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill ekki syngja í sama sal og fulltrúar stríðsglæpamanna og þjóðarmorðingja sem eru að leggja heimavelli Palestínumanna í rúst og hlífa þar engum, allra síst saklausum börnum og mæðrum þeirra. Og það er af því að stefna öfgaaflanna fyrir botni Miðjarðarhafs er skýr og hefur verið svo frá því um miðja síðustu öld: Allt andóf arabanna sem hafa verið fangelsaðir inni í eigin landi – og rændir ökrum sínum og þorpum, skal ekki einasta kæft í fæðingu, heldur ávallt notað sem upplagt tækifæri til að sækja fram í landtöku og yfirgangi, langt umfram tilefnið.

Og á meðan hafa vesturveldin horft á freka karlinn berja konuna sína án afláts, án þess að aðhafast nokkuð. Þetta sé nefnilega varnarstríð. Freki karlinn hafi rétt til að verja sig ef konan er eitthvað að ybba gogg.

Það er kærkomin jólagjöf að íslensk þjóð segi það upphátt um hátíðarnar: Nei, ekki í okkar nafni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Þjóðinni betur treystandi en stjórnmálamönnum

Björn Jón skrifar: Þjóðinni betur treystandi en stjórnmálamönnum
EyjanFastir pennar
04.04.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp
EyjanFastir pennar
31.03.2024

Björn Jón skrifar: Að sigra dauðann

Björn Jón skrifar: Að sigra dauðann
EyjanFastir pennar
23.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Töfrar amfetamíns

Óttar Guðmundsson skrifar: Töfrar amfetamíns
EyjanFastir pennar
22.03.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að spara sig í hel

Steinunn Ólína skrifar: Að spara sig í hel
EyjanFastir pennar
15.03.2024

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál
EyjanFastir pennar
15.03.2024

Steinunn Ólína skrifar: Afsakið meðanað ég æli

Steinunn Ólína skrifar: Afsakið meðanað ég æli