fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Sigmar Guðmundsson skrifar: Stjórnleysi og skattar

Eyjan
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 12:59

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vitum öll að eitt stærsta úrlausnarefni samtímans er að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við vitum líka að ríkisfjármálin þurfa að styðja við Seðlabankann í því verkefni. Þetta er vandasamt og flokkarnir á alþingi hafa ekki allir sömu skoðun á því hvernig best er að bera sig að. Þá er það morgunljóst að ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir þessu verkefni, því þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi hækkað vexti upp í rjáfur, þá hækkar verðbólgan. Aðgerðarleysi stjórnarflokkanna er þar helsta skýringin. Aðgerðarleysið á svo rætur í ósættinu við ríkisstjórnarborðið sem birtist okkur ítrekað.

Sumir stjórnarþingmenn hafa á liðnum dögum í fjölmiðlum talað á þann veg að  stjórnarandstaðan hafi það eitt til málanna að leggja hækka skatta. Þetta kemur auðvitað úr allra hörðustu átt því ríkisstjórnin er nýbúin að leggja á einn skatt auk þess sem skattar hækka á fyrirtæki um áramótin, yfir alla línuna. Hitt má hins vegar til sanns vegar færa að hluti stjórnarandstöðunnar er að jafnaði forritaður þannig. Þetta á hins vegar ekki við um Viðreisn.

Það er einn grundvallarmunur á hlutverki stjórnarandstöðunnar og stjórnarmeirihlutanum og hann er sá að ríkisstjórnarflokkarnir velja sér að vinna saman. Þeir leggja saman fram fjárlagafrumvarp þar sem helstu aðgerðir gegn verðbólgu og séríslensku ofurvöxtunum birtast okkur. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem völdu sér ekki að vinna saman, nálgast hins vegar verkefnið hver með sínum áherslum.

Að mínu mati kemur ekki til greina að sá hópur sem nú ber þyngstar byrðar vegna óstöðugleikans, sem rammaður er inn af flöktandi gjaldmiðli og útgjaldagleði stjórnarflokkanna, greiði fyrir þetta stjórnleysi með hærri sköttum. Heimili landsins eiga ekki að fá slíkt högg ofan á ofurvextina og verðbólguna. Millistéttin og þeir sem lægst hafa launin eiga ekki að fjármagna það úrræðaleysi ríkisstjórnarflokkana sem birtist okkur svo skýrt við fjárlagagerðina.

Til lengri tíma þarf auðvitað að vinda ofan þeirri stóru kerfisskekkju sem á síðustu misserum hefur ryksugað upp peninga frá venjulegu fólki. Enn eina ferðina. Stíga þarf markviss skref í þá átt taka upp stöðugri gjaldmiðil. En til skemmri tíma þarf ríkisstjórnin fyrst og fremst að styðja við Seðlabankann með aðhaldi í rekstri ríkisins en ekki auknum álögum á venjulegt fólk.

Eða trúir því einhver maður að íslenska ríkið sé svo vel rekið að þar megi ekki spara umtalsverðar fjárhæðir með markvissri hagræðingu? Fyrsta viðbragð má ekki alltaf vera að hækka skatta, því það er fátt varanlegra en skattahækkanir, jafnvel þótt þær séu sagðar tímabundnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?