fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Skrítið að vilja ekki kíkja í ESB pakkann, segir Svava Johansen – lægri vextir og stöðugur gjaldmiðill stóra hagsmunamálið

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 15:00

Svava Johansen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Johansen, forstjóri tískukeðjunnar NTC, segir stóra málið varðandi rekstrarumhverfi á Íslandi snúa að vaxtakostnaði. Hún myndi vilja stöðugan gjaldmiðil og lægri vexti, helst án þess að Ísland gangi í ESB. Hún hefur áhyggjur af því að pakkinn sem okkur standi þar til boða sé ekki hagstæður en segir að skrítið væri samt að vilja ekki kíkja í hann. Ekki sé hægt að hafa skoðun á því sem ekki er vitað hvað er. Svava er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Ég er ekki mikill Evrópusinni. Ég held bara einhvern veginn að við, svona lítil þjóð, það yrði ekki mikill ávinningur fyrir okkur að fara, það myndi ekki heyrast mikið ef við þyrftum á þeim að halda á erfiðum tíma. Ég veit ekki hvað það kostar okkur. Ég væri alveg til í að sjá í einhvern pakka, hvað þetta þýðir, fá að kíkja í pakkann, ég væri alveg til í að sjá það, auðvitað, annað væri skrítið ef maður myndi ekki vilja kíkja í pakkann,“ segir Svava.

Hún segist hins vegar telja fyrir fram að pakkinn muni ekki líta neitt vel út fyrir okkur. „En ég væri til í að hafa stöðugri gjaldmiðil og ég veit ekkert hvort það sé hægt; að gera eins og Danirnir, hengja dönsku krónuna á evruna. Þeir geta gert það af því að þeir eru í Evrópusambandinu. Ég væri til í að gera það og vera ekki í ESB, en ég væri til í að kíkja í pakkann og sjá til. En við erum með mjög miklar auðlindir og sérstakt land og ég veit ekkert hvernig við yrðum verðmetin. Ég er enginn spekingur í þessu, en ég hugsa sem bissnessmanneskja ef ég ætti eitthvað sem er verðmætt, ég þyrfti náttúrlega að hámarka það sem ég fæ fyrir það. Og svo þyrfti ég líka að ákveða hvort ég vildi selja það.“

Svava segir okkur Íslendinga hafa lengi þurft að berjast fyrir sjálfstæði og segist ekki hafa áhuga á því að Ísland verði undir Þýskalandi sem öllu virðist stjórna í ESB. „Stóra dæmið er náttúrlega vextirnir. Þar myndum við sannarlega hagnast á að vera með lægri vexti. Ég er alveg sammála því og þess vegna segi ég: Það eru plúsar og mínusar og í svona árferði eins og núna þá eru vextir mjög háir. Þegar þeir eru mjög lágir erum við mjög glöð og hlaupum áfram eins og Línan í teiknimyndinni, alsæl.“

Svava segir að ákjósanlegt væri að búa við lægra vaxtastig hér á Íslandi, það myndi gerbreyta rekstraraðstæðum vegna þess að vextir séu í raun ekkert annað en kostnaður sem fari beint út í verðlag, rétt eins og laun og húsaleiga og fleiri beinir kostnaðarliðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta