fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Hart tekist á um tillögu heimastjórnar um sjókvíaeldi – „Ósmekkleg íhlutun“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 19. október 2023 14:30

Sjókvíaeldi í Seyðisfirði er eldfimt mál þessi misserin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart var tekist á um bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar í sveitarstjórn Múlaþings í gær. Heimastjórnin vill fá það að hreint hvort að Fiskeldi Austfjarða fái leyfi frá Matvælastofnun til sjókvíaeldis í ljósi þess að Síldarvinnslan hyggst loka bolfiskvinnslunni í bænum.

Þegar fiskvinnslan hættir í vor glatast 30 heilsársstörf í bænum. Fiskeldi Austfjarða vill koma á fót sjókvíaeldi sem myndi skapa á bilinu 16 til 18 störf.

Eins og DV greindi frá fyrr í mánuðinum vill heimastjórnin fá það á hreint hvort Matvælastofnun veiti leyfið. Máli er hins vegar mjög umdeilt í bænum því samkvæmt könnun eru 75 prósent íbúa á móti og fjölmennur samstöðufundur var haldinn í sumar gegn áformunum.

Sagðist hafa gert mistök

Eins og Austurfrétt greindi frá í gær hafði hins vegar einn fulltrúi í heimastjórninni, Jón Halldór Guðmundsson í L-lista, dregið til baka stuðning sinn við tillöguna og sagðist hafa gert mistök. Segir hann ekki rétt eða faglegt af sveitarfélaginu að þrýsta á eða skipta sér af lögformlegu ferli Matvælastofnunar.

Tillögu heimastjórnar hefur verið mótmælt víðar, meðal annars af VÁ, félagi um vernd fjarðar.

„Hér er ekki einungis um ósmekklega íhlutun heimastjórnar varðandi störf nýskipaðrar samráðsnefndar að ræða. Nefndar sem enn hefur ekki hafið störf en hefur það hlutverk að greina stöðu atvinnulífs í Seyðisfirði og að skoða hugmyndir um sjálfbær tækifæri til atvinnusköpunar. Þetta er einnig grafalvarleg íhlutun í mikilvægu ferli varðandi umsókn Fiskeldis Austfjarða,“ segir í opnu bréfi samtakanna til sveitarstjórnar.

Þrýst á um flýtimeðferð

Tillaga heimastjórnarinnar var samþykkt með sex atkvæðum meirihlutaflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á sveitarstjórnarfundi í gær. Fulltrúar Miðflokks og Vinstri grænna kusu gegn en fulltrúar Austurlistans sátu hjá.

Sjá einnig:

Vilja svör um hvort sjókvíaeldi sé á borðinu eftir lokun fiskvinnslunnar – „Þetta er svakalegt áfall fyrir samfélagið“

Allir fulltrúar tóku til máls á fundinum og Miðflokkurinn lagði fram breytingartillögu um að tillögu heimastjórnar yrði vísað aftur heim því tilgangurinn með henni væri ekki augljós.

Í bókun Vinstri grænna um málið segir að samþykkt meirihlutans sé ótrúverðug. Sami meirihluti hafi hingað til ekki viljað taka afstöðu með eða á móti laxeldi.

„Við treystum því að Matvælastofnun víki hvergi frá því markaða ferli sem á við og fylgja skal við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi vegna laxeldis,“ segja fulltrúar Vinstri grænna. „Tímabundnum alvarlegum erfiðleikum í atvinnulífi á Seyðisfirði vegna fyrirhugaðrar lokunar bolfiskvinnslu má ekki mæta með neins konar flýtimeðferð á slíku leyfisveitingaferli. Verði slíkt gert, þá væri það á kostnað annarra hagsmuna sem tekur langan tíma að meta og gæti haft skelfilegar afleiðingar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu