fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Vilja svör um hvort sjókvíaeldi sé á borðinu eftir lokun fiskvinnslunnar – „Þetta er svakalegt áfall fyrir samfélagið“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 12. október 2023 15:03

Björg Eyþórsdóttir formaður heimastjórnar segir stjórnina vilja svör áður en lengra er haldið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimastjórn Seyðisfjarðar vill vita hvort að veitt verði leyfi fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Með lokun bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar tapist 30 heilsársstörf sem þurfi að fylla með einhverjum hætti.

„Þetta er svakalegt áfall fyrir samfélagið,“ segir Björg Eyþórsdóttir, formaður heimastjórnarinnar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Múlaþingi. Fyrir sléttum mánuði síðan tilkynnti Síldarvinnslan að bolfiskvinnslunni yrði lokað í lok nóvember. Þar með tapast 30 heilsársstörf í bænum.

Lokuninni hefur verið frestað þangað til í mars en bæjarstjórn Múlaþings er að koma á fót starfshópi um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði sem viðbragði við þessu. Heimastjórnin á fulltrúa í þessum starfshóp og hún vill fá að vita hvort að sjókvíaeldi sé að koma í bæinn eða ekki.

Umsóknin legið lengi á borðinu

„Áður en þessi vinna fer í gang þarf að vera ljóst hvaða atvinnumöguleikar eru á borðinu,“ segir Björg. Fiskeldi Austfjarða vill koma á fót 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði en umsóknin hefur legið lengi á borði Matvælastofnunar og mikil óvissa ríkir um hvort eða hvenær hún verði samþykkt.

Seyðfirðingar hafa hins vegar ekki verið á einu máli um ágæti þess að fá eldið í bæinn. Í byrjun árs lét sveitarfélagið Gallup gera íbúakönnun þar sem spurt var um ýmsa hluti. Kom þar meðal annars fram að 75 prósent Seyðfirðinga væru á móti sjókvíaeldi í firðinum. Þá var í júli haldinn fjölmennur samstöðufundur gegn sjókvíaeldi í bænum.

Myndi skapa 16 til 18 störf

„Við erum alls ekki að taka laxeldi fram yfir einhverja aðra atvinnugrein. Við viljum fá botn í það mál hvort þetta leyfi verði veitt eða ekki,“ segir Björg.

Ef vitað er að fiskeldið sé ekki á borðinu þá þurfi að bregðast við því og finna einhver önnur heilsársstörf. Ef vitað er að leyfið verði veitt er hægt að vinna með þá niðurstöðu.

Hafa beri í huga hins vegar að fiskeldið myndi ekki fylla fullkomlega í skarð brotthvarfs bolfiskvinnslunnar. Það myndi aðeins skapa á bilinu 16 til 18 heilsársstörf.

„Það þarf fleira og við þurfum fjölbreyttari atvinnulíf á Seyðisfjörð,“ segir Björg.

Ábyrgðarhlutur að útiloka atvinnugrein

Aðspurð um afstöðu heimastjórnar til hinnar umdeildu atvinnugreingar segir Björg að hún hafi hvorki tekið afstöðu með né á móti.

„Það er ábyrgðarhlutur að útiloka eina atvinnugrein frekar en einhverja aðra. Við viljum ekki gera það,“ segir Björg. „Hins vegar hlustum við á og heyrum raddir þeirra sem mótmæla fiskeldi og vilja ekki fá það í Seyðisfjörð. Okkur er það alveg ljóst að það er ekki samstaða um þetta. Hins vegar eru leyfisveitingarnar á borði Matvælastofnunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum