fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Segir kerfið allt of flókið hér heima – miklu fljótvirkara og skilvirkara í Noregi og Færeyjum – versnar hér ár frá ári

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. október 2023 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÞG-verk, sem er eitt stærsta byggingafélag landsins, hefur reynslu af verkefnum í Noregi og Færeyjum. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri félagsins, segir mun einfaldara og skilvirkara kerfi vera til staðar ytra og helsta reglan hér á landi virðist vera sú að flækjustigið aukist frá ári til árs.

Þorvaldur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Þorvaldur Gissurarson - Kerfið svifaseint.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þorvaldur Gissurarson - Kerfið svifaseint.mp4

Mér finnst kannski ástæða til að nefna það að til dæmis þegar við vorum í íbúðaverkefni, eða íbúðauppbyggingu, í Osló þá kom það mér á óvart  hvað ferlið varðandi leyfisveitingar, samskipti við byggingaryfirvöld og annað slíkt reyndist vera mun skilvirkara og fljótvirkara í Noregi heldur en hér heima. Það er eitthvað sem kom mér mikið á óvart,“ segir Þorvaldur.

Að hans sögn er staðan hér heima hvað varðar skipulags- og byggingarmál sú að „við höfum flækt kerfið alveg afskaplega mikið og í mörgum tilvikum er það að taka allt of langan tíma að greiða úr málum og koma verkefnum af stað, gera kannski einfaldar skipulagsbreytingar og slíkt, sem reyndist vera margfalt einfaldara í Osló. Í Færeyjum er það enn þá einfaldara heldur en í Noregi. Við mættum læra töluvert mikið af þessu, held ég.“

Aðspurður segir Þorvaldur að við virðumst vera föst í því ferli að í stað þess að einfalda hluti eftir því sem t.d. tækninni fleygir fram. „Ef litið er til sveitarfélaganna til dæmis, skipulags- og byggingarmála innan sveitarfélaganna, finnst mér hreinlega að með hverju árinu séu hlutirnir að verða flóknari og svifaseinni heldur en þeir voru árið á undan.“

Þorvaldur segir vandamálið líkast til vera kerfislegt. „Þetta er þyngst í stærsta sveitarfélaginu en við rekum okkur alveg á vandamál í hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Hide picture