fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Friðarstillir

Svarthöfði
Miðvikudaginn 11. október 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt er meira rætt en nýorðnar vendingar á stjórnmálasviðinu. Nú er sú sérkennilega staða upp runninn að formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt af sér sem fjármálaráðherra – en hyggst verða ráðherra á ný um helgina, eftir því sem Svarthöfða sýnist best. Það er nýstárlegt í alþjóðlegu samhengi að stjórnmálamaður og formaður í stjórnarflokki telji einboðið að hann verði að segja af sér ráðherradómi en sjái ekkert að því að setjast jafnharðan í annan ráðherrastól.

Það er ekki ofsögum sagt að við Íslendingar göngum framar öðrum þjóðum í nýsköpun og nýbreytni og eru þar stjórnmál engin undantekning.

En hin meinta afsögn fjármálaráðherrans kallar á að finna þarf annan í starfið. Helst hafa borist böndin að utanríkisráðherranum, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og þykir Svarthöfða fara vel á því. Það kom því nokkuð á óvart sem segir í forsíðufrétt Morgunblaðs dagsins að hún færist undan því. Þar segir: „… en hún er sögð treg til vegna mikilvægra og viðkvæmra verkefna á alþjóðavettvangi.“ Ekki er ástæða til að draga í efa sannleiksgildi þess sem segir í fréttinni því hún er skrifuð af blaðamanni sem veit sínu viti þegar um innansveitarmál Sjálfstæðisflokksins er fjallað.

Auðvitað er það rétt hjá utanríkisráðherranum að á hennar borði eru mörg mikilvæg og viðkvæm mál á alþjóðavettvangi. Enda hefur hún verið önnum kafin við að stilla til friðar í Úkraínu og nýlega bættist annað verkefni við; nefnilega Ísraelsstríðið.

Af umfjöllun að dæma styttist nú mjög í að utanríkisráðherranum íslenska takist að binda endi á Úkraínustríðið, enda hefur hún lagt sig í framkróka í verkefninu – þurft að mæta á alls kyns fundi og samkomur um víða veröld – og birtist á fréttamyndum oftar en ekki hvítklædd í anda móður Theresu, innan um fúla svartjakkafataklædda karla.

En þegar svo Ísraelsstríðið bætist við þá sér Svarthöfði að þetta er rétt hjá utanríkisráðherranum. Það telst ólíklegt að ráðherranum takist að ná friði í þeim ósköpum fyrir helgi.

Heimurinn má ekki við því að missa þennan mikilvæga liðsmann í friðarumleitunum úr stóli utanríkisráðherra í stól fjármálaráðherra þjóðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
27.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
EyjanFastir pennar
26.03.2025

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?