fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Skipulagsbreytingar hjá RARIK – framkvæmdastjórum fjölgar um tvo

Eyjan
Mánudaginn 18. september 2023 16:17

Framkvæmdastjórar hjá Rarik eftir skipulagsbreytingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umfangsmikilli stefnumótunarvinnu RARIK sem unnin var á vetrarmánuðum 2022 – 2023 var grundvöllur lagður að nauðsynlegum skipulagsbreytingum. Markmið skipulagsbreytinganna er að semja fyrirtækið að breyttu starfsumhverfi og væntingum allra hagaðila; viðskiptavina, starfsfólks, eigenda og samfélagsins sem fyrirtækið þjónar. Aukin áhersla er á skilvirka þjónustu, hlutverk fyrirtækisins gagnvart þriðju orkuskiptunum og stafrænar breytingar. Inn á við endurspeglar nýtt skipulag áherslu á þróun mannauðs, árangur og eftirsóknarverða vinnustaðarmenningu auk þess sem áherslan verður í ríkari mæli á verkefnamiðað skipulag. Hlutverk RARIK var endurskilgreint sem og framtíðarsýn, ný meginmarkmið voru sett og grunngildi skilgreind eftir könnun og vinnu með þátttöku alls starfsfólks.

Síðustu skipulagsbreytingar hjá RARIK tóku gildi fyrir 15 árum og í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að kominn hafi verið tími á að huga að því hvort tækifæri gætu falist í nýju heildarskipulagi. Fyrirtækið hafi vissulega ekki staðið í stað á þessum tíma enda skili árleg stefnumótunarvinna sér í fjölda umbótaverkefna. Þetta hafi reynst vel til að hagræða bjargráðum RARIK þannig að hægt sé að bregðast við áskorunum og nýta tækifæri.

Nýtt skipulag frá 1. október

Eins og áður segir var aukin áhersla lögð á mannauðsmál, stafrænar breytingar, þjónustu og viðskiptavinamiðaða hugsun en verkefnastjórnun og verkefnamiðað skipulag var einnig skilgreint sem tækifæri fyrir RARIK. Í ljósi þess að þriðju orkuskiptin eru lykilþáttur í starfsemi RARIK hafi einnig verið ljóst að loftslagsmálin væru orðin að aðalatriði. Með starfsemi sinni muni RARIK verða í bílstjórasætinu í orkuskiptum á landsbyggðinni.

Skipulag RARIK eftir breytingar.

Í nýju skipulagi er kjarnastarfsemi fyrirtækisins á þremur sviðum, Veitukerfi, Viðskiptaþjónusta og Þróun og framtíð. Þvert á kjarnasviðin eru stoðsviðin Mannauður og menning, Viðskiptatækni og skilvirkni og Fjármál sem veita þjónustu til allra sviða og þar með allrar starfsemi fyrirtækisins.

Í nýju skipulagi eru einnig tvær stoðeiningar sem eru Stjórnarhættir og Verkefnastofa. Stjórnarhættir halda utan um gæðamál, áhættustjórnun, sjálfbærni, samskipti, samfélagslega ábyrgð og upplýsingastjórnun. Verkefnastofa heldur utan um verkefnaskrá fyrirtækisins, sinnir faglegri verkefnastjórnun og vinnur að innleiðingu verkefnamiðaðs skipulags. Teymi fyrirtækisins verða síðan ýmist varanleg eða tímabundin þar sem unnið er að lausn sértækra verkefna.

Framkvæmdastjórar í nýju skipulagi eru sex:

  • Egill Jónasson – Viðskiptaþjónusta
  • Elísabet Ýr Sveinsdóttir – Fjármál
  • Guðni Björgvin Guðnason – Viðskiptatækni og skilvirkni
  • Helga Jóhannsdóttir – Veitukerfi
  • Sigrún Birna Björnsdóttir – Mannauður og menning
  • Tryggvi Ásgrímsson – Þróun og framtíð
Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri, og Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri.

Auk þess hefur Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir verið skipuð aðstoðarforstjóri fyrirtækisins til hliðar við Magnús Þór Ásmundsson forstjóra.

Framkvæmdastjórum fjölgar um tvo frá fyrra skipulagi en ekki er um raunfjölgun í stjórnendahópnum að ræða þar sem deildarstjórum fækkar. Framkvæmdastjórnin er skipuð jafnmörgum konum og körlum. Yngsti framkvæmdastjórinn er 34 ára og sá elsti 68 ára og í hópnum er mikil reynsla og hæfni sem skapar nauðsynlega samvirkni fyrir fyrirhugaðar breytingar, segir í tilkynningunni.

RARIK er landsbyggðarfyrirtæki, með dreifða starfsemi um allt land þar sem 70% starfsfólks starfar. Starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík er engu að síður mikilvæg vegna stjórnsýsluverkefna, aðgangs að sérfræðingum og stærsta einstaka viðskiptavinahópi fyrirtækisins sem staðsettur er í Reykjavík. Nú þegar er starfað eftir þeirri stefnu að ýmis sérfræði- og stjórnendastörf eru í starfsstöðvum á landsbyggðinni og atvinnutækifæri hjá RARIK eru auglýst án staðsetningar sé þess kostur.

Í tengslum við skipulagsbreytingarnar verða níu ný störf auglýst á næstu dögum og hvetur RARIK áhugasama um að sækja um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben