fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Jón Gunnarsson: Það var Arndís Anna sem synjaði Blessing Newton um íslenskan ríkisborgararétt

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. september 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Arndísi Önnu Kristínar- Gunnarsdóttur, þingmann Pírata, kannast vel við mál Blessing Newton og raunar hafi hún tekið beinan þátt í að synja henni um ríkisborgararétt hér á landi.

Jón telur umræður um málefni flóttafólks á Íslandi vera á villigötum. Hann segir að þeir hælisleitendur sem séu án þjónustu á götunni séu það vegna þess að þau neiti sér um þjónustu. Sú þjónusta standi alltaf til boða sé fólk tilbúið að vinna með stjórnvöldum. Fjallar hann einnig um aðkomu einstaka þingmanna vegna þess fólks sem nú er á götunni eftir synjun sinnar umsóknar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Ein pæling, en Jón var gestur þáttarins. Í næsta þætti á undan var Arndís Anna gestur og þar sagðist hún ekki þekkja til máls Blessing Newton.

Það hefði verið áhugavert fyrir þig að spyrja Arndísi Önnu að því,“ segir Jón. „Ein leiðin er að fólk getur sótt um ríkisborgararétt til Alþingis. Og það var nú út af því máli og málsmeðferð í því máli sem vantraust kom fram á mig. Við erum með undirnefnd í allsherjar- og menntamálanefnd, sem að fer yfir allar þessar umsóknir og umsagnir sem koma frá lögreglu og Útlendingastofnun. Og Arndís Anna situr einmitt í þessari þriggja manna undirnefnd ásamt Jódísi Skúladóttur frá Vinstri grænum og Birgi Þórarinssyni hjá Sjálfstæðisflokknum. Og það er þessi nefnd sem er, eins og þingið starfar, eiginlega einráð um það hvaða umsóknum sé svarað. Hún fer yfir þetta, kemur með tillögur og sú tillaga er bara samþykkt. Það er enginn sem spyr um gögnin á bak við þetta eða þau liggja ekki fyrir almennum þingmönnum. Og ein af þessum Nígerísku konum sem að er í þessum vandræðum núna og hefur verið mikið í fréttum núna, Blessing, þú kannast við það nafn, hún sótti um ríkisborgararétt til Arndísar Önnu og til þingsins. En Arndís Anna, og Jódís, og Birgir, þau ákváðu að hafna umsókn hennar.

Sjá einnig: Jón Gunnarsson segir VG ekki starfa af heilindum og telur að Svandís Svavarsdóttir eigi að víkja

Jón segir að nauðsynlegt sé að sía þá sem sækja hér um til þess að sinna þeim almennilega sem að eru í raunverulegri neyð. Miðað við þann fjölda sem Ísland tekur við í dag sé ekki hægt að gera það.

Hér er hlekkur á hluta hlaðvarpsins Ein pæling með viðtalinu við Jón Gunnarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að