fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Laki Power fær 421 milljón króna fjármögnun

Eyjan
Mánudaginn 28. ágúst 2023 10:36

Fyrirtækið Laki Power, þróar og framleiðir eftirlitsstöðvar til þess að fylgjast með ástandi háspennulína. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátækninýsköpunarfyrirtækið Laki Power, sem þróar og framleiðir eftirlitsstöðvar til þess að fylgjast með ástandi háspennulína, tryggði sér nýlega 421 milljón króna fjármögnun. Eyrir Vöxtur leiddi fjármögnunina ásamt núverandi hluthöfum en meðal stærstu hluthafa er fjárfestingarsjóðurinn Brunnur Vaxtarsjóður. Fjármagnið mun fara í að styðja við vöruþróun, fjölgun starfsfólks og áframhaldandi sókn á erlenda markaði.

Í fréttatilkynningu um fjármögnunina kemur fram að orkufyrirtæki standa daglega frammi fyrir áskorunum við flutning raforku með háspennulínum. Þær áskoranir eru oft tengdar ofsaveðri, þar á meðal ísingu á línum sem getur leitt til rafmagnsleysi, eða þörf á rauntímavöktun og eftirliti til að tryggja öryggi nálægt mikilvægum innviðum á afskekktum svæðum. Með tækni Laka Power geta orkufyrirtæki fylgst náið með ástandi háspennulína með eftirlitsstöðvum sem innihalda myndavélar, veðurnema og önnur mælitæki. Tæknin dregur þannig úr viðhaldskostnaði, eykur stöðugleika flutningskerfa og minnkar líkur á rafmagnsleysi.

Hefðbundinn eftirlitsbúnaður sem er notaður til að vakta háspennulínur nýtir jarðefnaeldsneyti, sólarsellur, og aðra orkugjafa sem eru bæði óáreiðanlegir og óumhverfisvænir auk þess að krefjast tíðra eftirlits- og viðhaldsferða starfsfólk í oft hættulegum aðstæðum. Búnaður Laka Power byggir á nýrri umhverfisvænni orkunámstækni sem nýtir rafsegulsvið háspennulína án þess að tengjast línum raffræðilega. Tæknin veitir ýmis tækifæri en samhliða framleiðslu á eftirlitsstöðvum er Laki Power að þróa drónahleðslustöðvar sem auðveldar orkufyrirtækjum að hlaða dróna sem hægt er að nýta í bilanaleit og eftirlit. Laki Power er nú þegar búinn að tryggja einkaleyfi á tækninni í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og fleiri markaðssvæðum.

„Það er ekkert fyrirtæki sem býr yfir þeirri orkunámstækni sem við höfum sem skapar ýmis tækifæri til að aflfæða orkufrekan búnað á línum eins og eftirlitsbúnað og drónahleðslustöðvar. Með nánu samstarfi með orkufyrirtækjum um allan heim höfum við þróað lausn sem er að vekja mikinn áhuga og fjármögnunin mun gera okkur kleift að þróa hugbúnaðinn og vélbúnaðinn okkar enn frekar ásamt því að styðja við sókn á erlenda markaði,“ er haft eftir Ósvaldi Knudsen, framkvæmdastjóra Laka Power, í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben