fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Efnahagslegt einelti

Eyjan
Laugardaginn 26. ágúst 2023 13:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurteknar stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands á síðustu misserum verða ekki túlkaðar öðruvísi en sem efnahagslegt einelti á hendur heimilunum í landinu. Aðgerðirnar bitna einkum og sér í lagi á þeim sem síst skyldi, öllum almenningi, sem ber samt enga ábyrgð á orsökum vandans.

Það vita allir hvað veldur óróanum. Nema ef vera kynni forkólfar Seðlabankans. Verðbólgan er innflutt og þenslan sömuleiðis í formi ferðafólks sem flykkist til landsins sem aldrei fyrr.

Eftir situr vönkuð alþýða manna sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Henni er refsað fyrir að halda að sér höndum. Ábyrgðin á efnahagslegum óförum er öll hennar. Og því er beinlínis hótað úr Svörtuloftum að hún skuli enn frekar herða sultarólina – og geti ekki að láta sig dreyma um nokkrar kjarabætur í komandi framtíð.

Á meðan streyma peningarnir af heimilum landsmanna inn í fjármálakerfið sem veit ekki aura sinna tal.

Staðreyndin er nefnilega þessi – og það er eins og enginn stjórnmálaflokkur kæri sig um að vekja á því almennilega athygli: Peningatilflutningurinn í landinu á síðustu tímum frá þeim þurfandi til þeirra betur settu er líklega sá mesti sem þekkst hefur um langa hríð.

Og hin opinbera lækning, svo misheppnuð sem hún hefur verið um árabil, er auðvitað langtum verri en sjúkdómurinn.

Vextir hér á landi eru nú tvöfalt hærri en í nágrannalöndunum. Og venjulegt fólk á öllum aldri flýr í ofboði yfir í verðtryggð lán, þá séríslensku refsingu fyrir að búa við ónýtan gjaldmiðil.

Afleiðingarnar eru auðvitað geigvænlegar – og raunar verri en svo að fólk þori að horfast í augu við þær.

„Kjósi menn krónuna þá skulu menn hafa þetta svona.“

Höfuðstóll fimmtíu milljóna króna verðtryggðs láns í tæplega átta prósenta verðbólgu hækkar um þrjár milljónir á einu ári. Hann hækkar um sex milljónir á tveimur árum. Og um fimmtán milljónir á fimm árum.

Kjósi menn krónuna þá skulu menn hafa þetta svona.

Og óverðtryggðu lánin taka auðvitað líka sína kollhnísa í svona sveiflukenndu hagkerfi sem er sennilega það ófyrirséðasta í allri Evrópu. Mánaðarlegar afborganir af tíu milljóna króna láni voru 65 þúsund krónur fyrir ári, en eru nú 88 þúsund krónur.

Algengt er að ungir húskaupendur, sem bauðst að njóta fastra fjögurra prósenta vaxta við fyrstu kaup, sjái fram á þrot þegar þeir neyðast til að skipta yfir í breytilega vexti á þeim afarkjörum sem nú eru í boði. Afborganir hvers mánaðar af venjulegu 25 milljóna króna íbúðaláni fara þá úr 250 þúsund krónum í 400 þúsund krónur.

Hvaðan eiga þær 150 þúsund krónur að koma þegar verðlag hækkar á sama tíma um tugi prósenta og gjöld og álögur, meðal annars leikskólar og frístund, hækka um verulegar fjárhæðir.

Og af hverju snýst íslensk pólitík ekki um þennan veruleika? Af hverju fjallar hún alltaf um eitthvað annað en raunveruleg og hversdagsleg úrlausnarefni alþýðunnar í landinu?

Er hún kannski hafin yfir fólkið í landinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
EyjanFastir pennar
31.03.2024

Björn Jón skrifar: Að sigra dauðann

Björn Jón skrifar: Að sigra dauðann
EyjanFastir pennar
30.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag fjármagnseigenda

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag fjármagnseigenda
EyjanFastir pennar
23.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Hægrimenn óttast sköpunarkraftinn

Sigmundur Ernir skrifar: Hægrimenn óttast sköpunarkraftinn
EyjanFastir pennar
23.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Töfrar amfetamíns

Óttar Guðmundsson skrifar: Töfrar amfetamíns