fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Segir peninga vera lykilinn að góðum árangri

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skagamenn, sem nú spila í næst efstu deild í karlaknattspyrnunni, horfa nú fram á hvalreka sem gæti fleytt liði ÍA í hóp stórliðanna í íslenskum fótbolta. Þetta skrifar Ólafur Arnarson í Dagfarapistli á Hringbraut.

Tilefni pistilsins er umræða um hlutdeild Skagamanna í sölunni á Hákoni Haraldssyni frá Danmörku til Lille í Frakklandi. ÍA, sem er uppeldisfélag Hákons, seldi hann til FCK í Danmörku og samdi jafnframt um hlutdeild í áframsöluverði er hann yrði seldur þaðan. Nú hefur Hákon verið seldur til Lille fyrir fúlgur fjár.

ÍA hefur selt fleiri leikmenn á þessu ári og telur Ólafur að tekjur félagsins af sölu leikmanna verði vart undir 300 milljónum á þessu ári, jafnvel meiri, en talsverðar ýkjusögur um fjárhæðir eru á sveimi.

Gangi þetta eftir telur hann að Skagamenn verði í sterkri stöðu á næstunni og takist þeim að komast upp í efstu deild, sem raunhæfar líkur eru á, megi ætla að þeir hafi fjárhagslega burði til að fá til sín dýra og öfluga leikmenn, íslenska og erlenda. Þannig muni ÍA geta keppt við stórliðin í íslenskri knattspyrnu, Víking, Val og Breiðablik.

Ólafur víkur að því hve miklu máli skipti fyrir knattspyrnulið að taka þátt í Evrópukeppni. Hann gerir ráð fyrir því að Víkingur  fái 60 milljónir fyrir þátttöku sína í evrópukeppni í ár þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í fyrstu umferð. Meira lán hafi verið yfir Breiðablik sem komið sé í aðra umferð og muni fá tekjur upp á 150 milljónir og jafnvel meira ef vel tekst til í næstu leikjum, en Breiðablik mætir einmitt FCK frá Danmörku í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni í kvöld. Þá tekur KA einnig þátt í evrópukeppni í ár og gæti tryggt sér 100 milljónir í tekjur með góðri frammistöðu.

Peningarnir ráða miklu um framgang félaga í karlaknattspyrnunni hér sem annars staðar.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum