fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Fær að minnsta kosti 47 milljón króna starfslokasamning frá Íslandsbanka

Eyjan
Mánudaginn 3. júlí 2023 18:49

Ásmundur Tryggvason hefur ákveðið að stíga til hliðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Tryggvason, sem lét af störfum hjá Íslandsbanka síðastliðinn laugardag, er með tólf mánaða uppsagnarfrest sem framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta. Vísir greinir frá þessu en það þýðir að starfslokasamningur hans hljóðar að minnsta kosti upp á 47 milljónir króna en það voru árslaun Ásmundar samkvæmt ársreikningi bankans í fyrra. Til samanburðar voru árslaun Birnu Einarsdóttur, fyrrum bankastjóra, 48,3 milljónir króna.

Hjá bankanum gildir sú regla að framkvæmdastjórar eru með 12 mánaða uppsagnarfrest en forstöðumenn fá sex mánuði en tilkynnt var um brotthvarfs eins  þeirra, Atla Rafns Björnssonar, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans, í gær.

Eins og komið hefur fram hefur Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka, lýst því yfir að uppsögnum stjórnenda vegna útboðshneyklis bankans sé þar með lokið og hann hyggist nú freista þess að endurheimta það traust sem bankinn tapaði við framkvæmdina misheppnuðu.

Nánar fjallað um málið á vef Vísis

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“