fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Fær að minnsta kosti 47 milljón króna starfslokasamning frá Íslandsbanka

Eyjan
Mánudaginn 3. júlí 2023 18:49

Ásmundur Tryggvason hefur ákveðið að stíga til hliðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Tryggvason, sem lét af störfum hjá Íslandsbanka síðastliðinn laugardag, er með tólf mánaða uppsagnarfrest sem framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta. Vísir greinir frá þessu en það þýðir að starfslokasamningur hans hljóðar að minnsta kosti upp á 47 milljónir króna en það voru árslaun Ásmundar samkvæmt ársreikningi bankans í fyrra. Til samanburðar voru árslaun Birnu Einarsdóttur, fyrrum bankastjóra, 48,3 milljónir króna.

Hjá bankanum gildir sú regla að framkvæmdastjórar eru með 12 mánaða uppsagnarfrest en forstöðumenn fá sex mánuði en tilkynnt var um brotthvarfs eins  þeirra, Atla Rafns Björnssonar, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans, í gær.

Eins og komið hefur fram hefur Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka, lýst því yfir að uppsögnum stjórnenda vegna útboðshneyklis bankans sé þar með lokið og hann hyggist nú freista þess að endurheimta það traust sem bankinn tapaði við framkvæmdina misheppnuðu.

Nánar fjallað um málið á vef Vísis

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér