fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin hafi afhent ofstækisfólki völdin

Eyjan
Föstudaginn 16. júní 2023 15:04

Brynjar Níelsson segir kjörna fulltrúa afhenda umboðslausum aktivistum, sem enga ábyrgð bera gagnvart neinum, völdin í mikilvægum málaflokkum. Reikningurinn lendi svo hjá skattgreiðendum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega munu allir fatlaðir eiga rétt á sundlaug heima hjá sér og þeir sem hafa upplifað mótlæti í lífinu munu eiga rétt á bótum, allt á kostnað skattgreiðenda. Þetta skrifar Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður í pistli sem birtist á Eyjunni í dag.

Brynjar segir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vera mjög upptekna af því að hér verði komið á fót Mannréttindastofnun, enn einni stofnuninni sem skattgreiðendur eigi að fjármagna en kjörnir fulltrúar hafi ekkert með að gera.

Í þessari stofnun segir Brynjar að safnað verði saman umboðslausum aktivistum í mannréttindum, „Þórhildum Sunnum þessa lands“, sem eigi að hafa endanlegt vald í mannréttindamálum. Þetta segir hann að muni auka ríkisútgjöld mjög og spáir því að allir fatlaðir muni fá rétt á sundlaug heima hjá sér og allir sem telji sig hafa mætt mótlæti í lífinu eigi rétt á bótum úr hendir skattborgara.

Brynjar segir þá þróun að kjörnir fulltrúar afhendi umboðs- og ábyrgðarlausum aktivistum völdin ekki einskorðast við mannréttindamál og ekki heldur við ísland. Benda megi á málefni flóttamanna og umhverfismál. Þetta sé að gerast víðar en hér á landi og meðal annars hafi pólitískir aktivistar fengið afhent völdin í nánast öllum nefndum og stofnunum Evrópuráðsins.

Pólitískir aktivistar eru að sögn Brynjars alla jafna ofstækisfólk og fái það völdin afhent endi það alltaf í fjárhagslegu og andlegu þroti. Heildarhagsmununum sé fórnað, enda skipti þeir þetta fólk engu máli.

Pistilinn í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar