fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Hörð árás Biden á Trump og stuðningsfólk hans – Ógn við lýðræðið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. september 2022 08:00

Hvor mun hafa betur í haust?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi og réðst harkalega að Donald Trump, fyrrum forseta, og stuðningsfólki hans. Inntakið í boðskap hans var að fólk verði að kjósa í kosningunum í nóvember til að tryggja og varðveita réttindi sín.

Biden sagði að Trump og stuðningsfólk hans, Maga Repúblikanar, séu fulltrúar öfgahyggju sem ógni grundvelli lýðræðis í Bandaríkjunum: „Maga Repúblikanar virða ekki stjórnarskránna. Þeir trúa ekki á lögin. Þeir virða ekki vilja fólksins. Þeir neita að viðurkenna úrslit frjálsra kosninga.“

Maga er skammstöfun fyrir slagorð Trump: „Make America Great Again.“

„Maga-öflin eru staðráðin í að færa þetta land aftur á bak. Aftur á bak til Bandaríkja þar sem enginn kosningaréttur verður, enginn réttur til einkalífs, enginn réttur til getnaðarvarna, enginn réttur til að giftast þeim sem þú elskar,“ sagði Biden.

Hann hvatti fólk til að nýta kosningarétt sinn í nóvember og lýsti yfir miklum áhyggjum af frambjóðendum Maga Repúblikana og sagði þá ógn við lýðræðið. „Þeir dásama einræðisherra og pólitískt ofbeldi. Þeir eru ógn við persónuleg réttindi, réttlæti, lög og reglu, við sál þessa lands,“ sagði Biden.

Kosið verður um öll þingsætin í fulltrúadeildinni í nóvember og þriðjung sæta í öldungadeildinni. Demókratar eru nú með meirihluta í báðum deildum, nauman þó. Oft er það þannig að flokkur sitjandi forseta tapar í kosningunum á miðju kjörtímabili hans og þannig verður erfitt fyrir forsetann að koma málum sínum í gegn. Biden hefur ekki verið mjög vinsæll á kjörtímabilinu en samt sem áður virðist staða Demókrata ekki vera eins slæm og margir höfðu óttast.

Í nýrri könnun the Wall Street Journal sögðu 47% að þeir myndu kjósa Demókrata ef kosið væri núna en 44% sögðust kjósa Repúblikana.

Niðurstaða hæstaréttar frá í júní þar sem hann afnam í raun réttindi kvenna til þungunarrofs og lagði það í hendur einstakra ríkja að taka ákvörðun um það hefur mælst illa fyrir í Bandaríkjunum og virðist sem stuðningur við Demókrata hafi aukist í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar. Stuðningsmenn Trump og aðrir íhaldssamir Repúblikanar hafa fagnað niðurstöðunni mjög en þegar upp er staðið þá gæti hún komið þeim í koll.

Þá virðist Trump vera í nokkrum mótvindi þessa dagana vegna ýmissa rannsókna sem eru í gangi á vegum yfirvalda og beinast að honum. Er þá skemmst að minnast húsleitar alríkislögreglunnar FBI á heimili Trump í Flórída í ágúst en þar fundust leyniskjöl sem forsetinn fyrrverandi átti ekki að vera með í fórum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli