fbpx
Þriðjudagur 25.janúar 2022
Eyjan

Óttast að borgarastyrjöld sé yfirvofandi í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 14:25

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er rétt rúmlega eitt ár síðan stuðningsmenn Donald Trump, þáverandi forseta, ruddust inn í bandaríska þinghúsið til að reyna að koma í veg fyrir að þingið myndi staðfesta kjör Joe Biden sem forseta. Hér var um hreina valdaránstilraun að ræða og upplýsingar sem hafa komið fram eftir þetta sýna að Trump og stuðningsmenn hans höfðu rætt ýmsar leiðir til að hann gæti haldið völdum þrátt fyrir að hafa tapað á afgerandi hátt í forsetakosningunum í nóvember 2020.

Allar götur síðan hefur Trump haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi kostað hann sigurinn en þessar fullyrðingar eru með öllu staðlausar og hafa rúmlega 40 dómstólar vísað þeim á bug. En það er ekki þar með sagt að Trump og stuðningsmenn hans séu hættir að halda þessu fram og margir óttast að borgarastyrjöld geti brotist út í Bandaríkjunum enda er þjóðin klofin í herðar niður hvað varðar stjórnmál og ýmislegt annað.

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Bandaríska alríkislögreglan hefur áhyggjur af að pólitískt ofbeldi muni færast í aukana og margir Bandaríkjamenn segjast hafa áhyggjur af því að borgarastyrjöld geti brotist út. Kannski eru þetta yfirdrifnar og óþarfar áhyggjur en ekki má gleyma því að vopnaeign er mikil og almenn í landinu og þar eru margar hreyfingar starfandi sem víla ekki fyrir sér að beita ofbeldi. Aðrar dreifa samsæriskenningum eins og enginn sé morgundagurinn, þær gera lygi að sannleika og hefur tekist að snúa mörgum til öfgahyggju. Þessa öfgahyggju kyndir Donald Trump síðan undir.

Leiðtogi Repúblikana

Trump er ótvíræður leiðtogi Repúblikanaflokksins og virðist stefna á forsetaframboð 2024. Hann heldur áfram að dreifa samsæriskenningum og lygum um kosningasvindl. Þessar lygar hans og samsæriskenningar hafa náð góðri fótfestu innan flokksins en samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar YouGov þá telja 71% kjósenda Repúblikanaflokksina að kosningasvindl hafi kostað Trump sigurinn og að Biden sé ekki réttkjörinn forseti.

Reiknað er með að þessar staðlausu samsæriskenningar og lygar verði kjarninn i kosningabaráttu Repúblikana fyrir þingkosningarnar í haust og að Trump muni hamra á þessu ef hann sækist eftir forsetaembættinu á nýjan leik.

Valdaránstilraunin á síðasta ári hefur aðeins orðið til þess að styrkja stóran hóp stuðningsmanna Trump í trú sinni en þetta er hópur sem hafnar staðreyndum og lýðræði.

Styðja ofbeldi

Samkvæmt síðustu könnun University of Maryland fyrir Washington Post þá segja 34% Bandaríkjamanna að ofbeldi gagnvart ríkisstjórninni geti verið réttlætanlegt í ákveðnum tilfellum. Þetta er mun hærra hlutfall en síðustu tvo áratugi.

Þegar svörin eru greind eftir því hvorn flokkinn svarendur styðja þá kemur í ljós að 40% Repúblikana styðja ofbeldi, 41% óháðra og 23% Demókrata.

Miklar áhyggjur

Margir sérfræðingar og stjórnmálaskýrendur hafa miklar áhyggjur af þróun mála og benda á að Trump hafi nærri því tekist að ræna völdum eftir lýðræðislegar kosningar. Þjóðin sé svo klofin að margir hópar öfgasinnaðra hvítra séu reiðubúnir til að beita ofbeldi til að halda völdum og ekki sé hægt að útiloka að það gerist.

Paul Eaton, Antonio Taguba og Steven Anderson, sem eru hershöfðingjar á eftirlaunum, viðruðu áhyggjur sínar af þessu í grein í Washington Post nýlega. Þeir segja að þeim hafi brugðið illilega við tilhugsunina um valdarán sem geti heppnast næst og benda á að hugsanlega sé ákveðinn óróleiki innan hersins og að rúmlega tíundi hver árásarmannanna á þinghúsið hafi gegnt herþjónustu.

Barbara Walter, sérfræðingur í alþjóðaöryggi hjá University of California, hefur miklar áhyggjur af þróun mála.  Í nýrri bók fjallar hún um hvernig borgarastyrjaldir hefjast og hún telur að Bandaríkin séu nær borgarastyrjöld en flestir Bandaríkjamenn átta sig á að sögn The Times. Hún segist ekki sjá borgarastyrjöld fyrir sér eins og sú sem stóð yfir frá 1861 til 1865 heldur verði frekar um hryðjuverk að ræða sem geti þvingað fólk til að velja hvorn aðilann þeir styðja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki sést árum saman – Sendir skýr skilaboð til Kína og Norður-Kóreu

Hafði ekki sést árum saman – Sendir skýr skilaboð til Kína og Norður-Kóreu