fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
EyjanFastir pennar

Orrustan um Reykjavíkurflugvöll er hafin

Eyjan
Fimmtudaginn 12. maí 2022 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar farmtíðar, skrifar: 

Þorkell Ásgeir Jóhannsson flugmaður fjallar um afleiðingar lokunar neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar í bloggi sínu í vikunni.  Frá því neyðarbrautarinni var lokað hefur hann flogið um 10% af öllum flugum með sjúklinga til Reykjavíkur.  Eftir að brautinni var lokað lenti hann í fimm útköllum vegna hjartasjúkdóma eða heilablóðfalls þar sem ekki var hægt að fljúga með sjúklinginn suður.  Í þá tvo áratugi sem hann hafði flogið sjúkraflug áður en neyðabrautinni var lokað lenti hann aldrei í því að geta ekki flogið með sjúkling suður.  Miðað við þetta má áætla að 50 sjúklingar hafi ekki komist til Reykjavíkur þau sex ár sem liðin eru frá því neyðarbrautinni var lokað.

Margir vöruðu við þessu, þar á meðal greinahöfundur í á annan tug greina, en ekkert var hlustað. Yfirvöld voru búin að taka ákvörðun og henni varð ekki hnikað. Kannski er það engin tilviljun að þau hafi í framhaldinu ekki viljað skoða skaðann sem þessi ákvörðun þeirra olli.

Engin ákvörðun liggur enn fyrir um flutning Reykjavíkurflugvallar, sem 79% landsmanna vilja halda í Vatnsmýrinni samkvæmt nýlegri könnun á Bylgjunni.  En áður en sú ákvörðun hefur verið tekin er búið að stórskaða flugvöllinn.

En er hægt að laga Reykjavíkurflugvöll?

Svarið við því kann að liggja í gamalli hugmynd sem Ómar Ragnarson viðraði fyrir nokkrum árum þegar hann lagði til að “snúa” einni flugbrautinni og lengja út í Skerjafjörð.  Ef N-S brautinni er “snúið” þannig að hún sé 90° á A-V brautina vex nothæfið verulega og hugsanlega gengi skaðinn af skemmdarverkinu að mestu til baka.  Annar kostur við að “snúa” brautinni og flytja út í Skerjafjörð er að hljóðvist kringum flugvöllinn batnaði verulega.  Fluglínan að vellinum yrði yfir sjó í annan endann og í hinn endann færðist fluglínan  frá Kvosinni í Þingholtin.  Hvort um sig myndi minnka ónæðið auk þess sem flutningur brautarinnar lengra út í Skerjafjörðinn minnkar ónæðið í Þingholtunum enn frekar þannig að mun minni geiri í byggð yrði fyrir áhrifum.  Slík framkvæmd væri leið til að tryggja betra samlíf borgar og flugvallar.  Borgin fengi betri samgöngur og hljóðvistin batnaði.

Mynd 1.  Hægt væri að stórbæta nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar og endurheimta megnið af nothæfinu sem tapaðist með lokun neyðarbrautarinnar með að snúa Norður-Suður brautinni þannig að hún verði hornrétt á Austur-Vestur-brautina.

 

 

Mynd 2.  Snúningur og færsla brautar utar í Skerjafjörð mundi stórbæta hljóðvist kringum flugvöllinn.

Þessi framkvæmd kostar samt sitt en til að flugvöllurinn sjálfur geti borgað fyrir framkvæmdina yrði að bæta rekstrarumhverfið svo hann nái að þróast.  Byrja verður strax á því að leyfa meira millilandaflug til Reykjavíkurflugvallar.  Ferðasparnaður farþega af því að lenda í Reykjavík er svo mikill að eins til tveggja milljóna sparnaður fengist í hverri farþegaflugvél sem lenti  í Reykjavík frekar en í Keflavík. Virkja verður þetta tækifæri svo hægt sé að snúa rekstri Reykjavíkurflugvallar við strax og bæta hljóðvist vallarins.  Það mun ekki gerast nema flugvöllurinn verði tekinn úr þeirri spennitreyju sem hann er nú í og flugrekstri leyft að þróast á eðlilegan hátt.

Orrustan er hafin

Ástæðan fyrir lokun neyðarbrautarinnar var loforð stjórnmálamanna til íþróttafélags að hægt væri að reikna áhættu af flugi niður svo félagið gæti aukið verðmæti lands sem það átti við enda neyðarbrautarinnar.  Í framhaldi af þessu loforði fór íþróttafélagið í stórfelldar skuldsettar framkvæmdir og hefði orðið gjaldþrota ef stjórnmálamenn hefðu ekki efnt loforð sitt.  Raunveruleikinn var hins vegar ekki á sama máli né útreikningarnir og heilbrigðisþjónusta og flugrekstur á Íslandi hafa fengið að líða fyrir.

Til þess að hægt sé að laga Reykjavíkurflugvöll verður að nýta allt flugvallarlandið við Skerjafjörð.  Ef farið verður að stað í þróun “Nýja” Skerjafjarðarlandsins jafngildir það ákvörðun um að festa eigi skerta þjónustu flugvallarins í sessi og aldrei eigi að leyfa Reykjavíkurflugvelli að þróast.

Þessi 79% Íslendinga sem vilja sjá flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni verða að fara að vakna og taka þátt í að stöðva þessa óheillaþróun áður en of miklar skuldbindingar hafa verið gerðar með öðru loforði um gott veður. Þetta er grafalvarlegt mál.  Ef flugvöllurinn lokar án þess að annar flugvöllur verði byggður mun innanlandsflug og sá flugrekstur sem þar er að mestu leyti leggjast af, auk þess sem heilbrigðisþjónusta landsbyggðarinnar skertist varanlega, mun meira en nú er orðið.  Það er komið nóg af mannfórnum.  Ef nýr 50 milljarða flugvöllur verður byggður frá grunni, verður rukkað fyrir hann í gegnum hærra íbúðaverð og vegskatta. Þetta er ekki eitthvað sem Reykvíkingar þurfa á að halda.

Gríðarleg tækifæri gætu legið í því að bæta Reykjavíkurflugvöll fyrir brot af kostnaði nýs flugvallar og mikill missir væri að glutra því tækifæri að hafa flugvöll staðsettan á besta stað nú þegar framundan er tæknibylting í flugi með sparneytnari, ódýrari og hljóðlátari flugvélum.  Ábyrg framtíð (xY) er eina framboðið í Reykjavík með skýra framtíðarsýn fyrir Reykjavíkurflugvöll og alvöru lausnir til að tryggja að flugvöllurinn nái að þróast og dafna, borginni og öllum borgarbúum til ábata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þjóðinni betur treystandi en stjórnmálamönnum

Björn Jón skrifar: Þjóðinni betur treystandi en stjórnmálamönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Að sigra dauðann

Björn Jón skrifar: Að sigra dauðann
EyjanFastir pennar
24.03.2024

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Örlæti andans

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Örlæti andans
EyjanFastir pennar
23.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Hægrimenn óttast sköpunarkraftinn

Sigmundur Ernir skrifar: Hægrimenn óttast sköpunarkraftinn
EyjanFastir pennar
15.03.2024

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál
EyjanFastir pennar
15.03.2024

Steinunn Ólína skrifar: Afsakið meðanað ég æli

Steinunn Ólína skrifar: Afsakið meðanað ég æli
EyjanFastir pennar
09.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund
EyjanFastir pennar
08.03.2024

Steinunn Ólína skrifar: Áunnið heyrnarleysi

Steinunn Ólína skrifar: Áunnið heyrnarleysi