fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Fyrsta flug á sumaráætlun Delta lenti í Keflavík í morgun – Dagleg flug í allt sumar

Eyjan
Mánudaginn 2. maí 2022 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta flugferð Delta á þessu ári með ameríska ferðamenn lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Til að svara miklum áhuga á ferðum vestanhafs til Íslands notar Delta frá fyrsta degi 225 sæta Boeing-767 breiðþotu í flugferðunum frá New York. Í lok maí hefst flug félagsins frá Minneapolis/St. Paul og verður flogið daglega frá báðum borgum í allt sumar.

Þetta er ellefta árið sem Delta flýgur á milli Íslands og Bandaríkjanna. Delta flýgur frá Keflavíkurflugvelli að morgni dags, sem þýðir að vegna tímamismunar er lent í Bandaríkjunum um hádegisbil að staðartíma. Það þýðir að farþegar frá Íslandi geta nýtt sér fjölda tenginga Delta samdægurs frá alþjóðaflugvöllunum tveimur til áfangastaða í Norður-Ameríku og Suður-Ameríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta