fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Eyjan

Jóhann Páll segir að fasteignamarkaðurinn sé „gjörsamlega sturlaður“ – „Það er ekkert eðlilegt við þetta“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 17:27

Jóhann Páll Jóhannsson - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls á Alþingi í dag og gerði fasteignamarkaðinn að umræðuefni sínu. „Húsaskjól er mannréttindi og íbúðir eru til þess að búa í, ekki til þess að braska með,“ sagði Jóhann í pontunni og fór svo yfir hvernig markaðurinn hér á landi er orðinn.

„Á síðastliðnu ári hefur íbúðarverð á landinu öllu hækkað um 16,6 prósent og það gerðist á aðeins tveggja mánaða tímabili að meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um heilar fimm milljónir. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Þetta er gjörsamlega sturlaður fasteignamarkaður og ástandið er bein afleiðing af efnahagsstefnu stjórnvalda og þeirri óstjórn sem hefur ríkt í húsnæðismálum á landsvísu um margra ára hríð.“

Þá ræddi Jóhann um leigumarkaðinn en hann benti á að leiguverð er farið að hækka hratt á ný. „Á leigumarkaði hefur kannski ríkt ákveðið svikalogn frá því að heimsfaraldurinn skall á en nú eru blikur á lofti. Við erum aftur farin að sjá leiguverð hækka hraðar heldur en verðlag og það er hætt við því að sú þróun ágerist eftir því sem ferðamönnum fjölgar, íbúðir fara aftur í Airbnb leigu og hagkerfið tekur við sér.“

Jóhann sagði það auðvitað vera fyrirsjáanlegt að leigan hækki þar sem hún fylgir yfirleitt fasteignaverði til lengri tíma litið. „Einmitt þess vegna er það skammarlegt og ég ætla að leyfa mér að segja bara algjört reginhneyksli að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir hafi enn ekki staðið við loforð sem voru gefin við undirritun Lífskjarasamningsins 2019 um réttarbætur fyrir leigjendur og endurskoðun húsaleigulaga,“ sagði hann þá.

„Þessi loforð voru svikin á síðusta kjörtímabili, nú átti frumvarp um þetta að koma inn í þingið í lok janúar, það kom ekki. Það átti að koma þarna inn samkvæmt þingmálaskrá en það bólar enn ekkert á því.“

„Byggja, byggja og byggja“

Að lokum talaði Jóhann um varnir fyrir leigjendur en hann segir þær varnir vera miklu veikari hér á landi heldur en í öðrum velferðarríkjum. „Á hverjum bitnar það? Jú, það bitnar á þeim tekjulægstu, innflytjendum, fólkinu sem stendur berskjaldað og varnarlaust frammi fyrir hækkun leiguverðs næstu mánuði og ár,“ sagði hann.

„Virðulegi forseti, til langs tíma skiptir mestu að byggja, byggja og byggja ódýrt leiguhúsnæði á félagslegum forsendum en við þurfum líka að setja afgerandi reglur um leiguþak, leigubremsu og reisa skorður við hækkun leiguverðs áður en það rýkur enn meira upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit