fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Eyjan

Andrés Ingi: „Þegar sóðaflokkunum er hleypt í ríkisstjórn, þá verður stefnan sóðaleg“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 17:44

Til vinstri: Andrés Ingi - Til hægr: Guðlaugur Þór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ríkisstjórnin ætlar að setja Íslandi sjálfstætt markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt stjórnarsáttmála. Illa hefur gengið að fá skýringar á því hvernig það markmið muni líta út. Svo illa raunar, að það stendur opinberri umræðu um loftslagsmál fyrir þrifum hversu óljós markmið ríkisstjórnarinnar eru.“

Svona hefst pistill sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, skrifar en pistillinn birtist á Vísi. Í honum ræðir hann um loftlagsmál og hvernig Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra ætlar sér að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálunum.

„Í desember spurði ég umhverfisráðherra í þingsal hvernig hann ætlaði að útfæra nýja 55% markmið ríkisstjórnarinar. Þá sagðist hann vera of nýr í embætti til að úttala sig um það, enda þyrfti líka samráð og allskonar. Í febrúar spurði ég umhverfisráðherra síðan aftur út í þetta í sérstakri umræðu um loftslagsmál, en fékk aftur óskýr svör. Í framhaldinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn. Svarið barst í dag – og er eiginlega sjokkerandi fyrir værukærðina sem það lýsir.“

Andrés Ingi segir að spurningin sem hann spurði Guðlaug að sé í grunninn einföld. „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að senda nýjar prósentutölur til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna?“ er spurningin sem um ræðir.

„Ríkisstjórnin segist setja loftslagsmál í forgang, en sá forgangur sýnir sig svo sannarlega ekki þegar kemur að uppfærslu á meginmarkmiðunum gagnvart loftslagssamningnum. Svarið sýnir að varðandi þetta grundvallaratriði ætlar stjórnin að dunda sér í ótilgreindan tíma við að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og „í framhaldinu verður tekin ákvörðun varðandi tilkynningu gagnvart loftslagssamningnum“.“

Andrés segir að það fólk sem hafði vonast eftir því að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar væru ný og metnaðarfull markmið í loftlagsmálum muni seint fá ósk sína uppfyllta. „Enda kannski ekki furða, þegar tveir af þremur stjórnarflokkum voru með allt niðrum sig í Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Þegar sóðaflokkunum er hleypt í ríkisstjórn, þá verður stefnan sóðaleg,“ segir hann.

„Greta Thunberg hvatti stjórnmálaleiðtoga heimsins til að hætta þessu stöðuga „bla, bla, bla“ í loftslagsmálum. Svar umhverfisráðherra um landsmarkmið í loftslagsmálum er hið gagnstæða – hann gerir atlögu að Íslandsmeti í bla-bla-bla-i.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit