fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Eyjan

Verkalýðs-Villi býður sig fram – „Eina sem þarf er kjarkur, vilji og þor“

Eyjan
Miðvikudaginn 2. mars 2022 12:03

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands á þingi Starfsgreinasambandsins þann 23-25. mars á Akureyri.

Vilhjálmur segir að hópur formanna innan sambandsins, sem muni sitja þingið, hafi undanfarið haft samband við hann og skorað á hann að bjóða fram krafta sína.

Hann greinir frá framboðinu á Facebook:

„Það er ekkert náttúrulögmál að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar, eða hér viðgangist okurvextir, okurleiga, húsnæðisskortur, og hátt vöruverð á öllum sviðum. Nei ekkert af þessu er náttúrulögmál heldur mannanna verk sem hægt er að breyta eina sem þarf er kjartur, vilji og þor!

Það er hins vegar mikilvægt að allt verka- og láglaunafólk átti sig á því að réttinda- og kjarabarátta er eilífðarverkefni sem lýkur aldrei!“

Í tilkynningu á vef Verkalýðsfélags Akraness greinir Vilhjálmur frá þeim áherslumálum sem hann hefur verið með á tíma sínum sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni.

  • „Ég hef ætíð lagt ofuráherslu að samið sé í formi krónutöluhækkanna, enda liggur fyrir að prósentuhækkanir eru aflgjafi misskiptingar, óréttlætis og gerir ekkert annað en auka á ójöfnuð á íslenskum vinnumarkaði.
  • Hef barist gegn öllum hugmyndum að komið verði á nýju vinnumarkaðsmódeli í anda Salek samkomulagsins enda gengur það út á að skerða og takmarka samnings- og verkfallsrétt launafólks.  Mikilvægt fyrir launafólk að muna að samningsfrelsi og verkfallsréttur launafólks er hornsteinninn í íslenskri verkalýðshreyfingu og þann rétt þarf að verja með öllum tiltækum ráðum.
  • Tryggja þarf réttarstöðu launafólks gagnvart grófum kjarasamningsbrotum með skýrum févítis ákvæðum í lögum sem og tryggja að launafólk tapi ekki launakröfum sínum á grundvelli „tómlætis“ fyrir dómstólum.
  • Berjast þarf áfram gegn okurvöxtum, verðtryggingu og græðgisvæðingu fjármálakerfisins
  • Styrkja húsnæðismarkaðinn og stöðu leigjenda m.a. með því að setja leiguþak
  • Enduskoða lífeyrissjóðskerfið þar sem hagsmunir sjóðsfélaga verði hafðir að leiðarljósi
  • Létta á skattbyrði þeirra tekjulægstu
  • Taka þarf á arðsemisgræðgi fyrirtækja enda eru það á endanum launafólk og neytendur sem þurfa að greiða fyrir arðsemismarkmið fyrirtækja í formi hærra vöruverðs og lægra kaupgjalds.“

Vilhjálmur telur að formennska í Starfsgreinasambandinu muni ekki hafa áhrif á starf hans sem formaður í Verkalýðsfélagi Akraness þar sem aðeins er um hlutastarf að ræða og fari störfin að auki vel saman enda hafi tíðkast að formaður Starfsgreinasambandsins sé samhliða formaður í aðildarfélagi sambandsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit