fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Tveir háskólakennarar neita að kenna – Líkja kórónupassa við gyðingapassa í síðari heimsstyrjöldinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 07:00

Copenhagen Business School. Mynd:cbs.dk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fengu 120 stúdentar, sem eiga að hefja nám í þjóðhagfræði við Copenhagen Business School (CBS) í lok mánaðarins, tölvupóst frá tveimur af kennurunum. Þeir sögðu að þeir myndu ekki mæta til kennslu og kenna svo lengi sem krafa sé gerð um að nemendur og kennarar framvísi kórónupassa í skólanum en í slíkum passa kemur fram hvort handhafinn sé bólusettur gegn kórónuveirunni eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Fram kemur að kennararnir, þeir Rasmus Hougaard Nielsen og Ole Bjerg, hafi skrifað að eins og staðan sé núna muni þeir ekki sinna kennslu í þjóðhagfræði og að þeir hafi ekki áhuga á neinum málamiðlunum.

Í tölvupóstinum koma einnig fram mjög gagnrýnar skoðanir þeirra á viðbrögðunum við kórónuveirunni. „Við notum sjálfir ekki andlitsgrímur því við teljum þær vera niðurlægjandi tákn um kúgun. Við förum heldur ekki í sýnatöku því við teljum hana vera brot gegn helgi líkama okkar,“ segja þeir í tölvupóstinum og taka fram að hvorugur þeirra sé bólusettur gegn veirunni.

Þeir líkja síðan skólanum við þýska embættismenn í síðari heimsstyrjöldinni og líkja kórónupassanum við upphaf Helfararinnar. „Í okkar augum er ekki mikill munur á kórónupassanum og gyðingapassanum sem var notaður í síðari heimsstyrjöldinni,“ skrifuðu þeir.

Talsmenn CBS vildu ekki tjá sig um málið við Danska ríkisútvarpið (DR) eða afleiðingar þess fyrir kennarana tvo ef þeir mæta ekki til kennslu. Eina svarið sem fékkst var að CBS fari eftir fyrirmælum og leiðbeiningum yfirvalda vegna heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben