fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Eyjan

Segir fríverslunarsamninginn við Breta í lagi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 09:00

Gunnar Þorgeirsson Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að bændur telji sig geta unnið með þann fríverslunarsamning sem gerður hefur verið á milli Íslands og Bretlands í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samningurinn hafi verið staðfestur fyrir helgi. Í honum felst að viðskiptakjör landanna verða að mestu óbreytt frá því sem þau voru á meðan Bretar voru í ESB, til dæmis verða iðnaðarvörur áfram tollfrjálsar.

Hvað varðar landbúnaðarvörur þá fær Ísland nú meira svigrúm. Aukin tækifæri skapast til útflutning á lambakjöti og skyri með tollfrjálsum innflutningskvótum en þeir verða 692 tonn fyrir lambakjöt og 329 tonn fyrir skyr.

Í kynningu utanríkisráðuneytisins á samningnum er fullyrt að hann stækki markaðinn fyrir íslenskar landbúnaðarvörur í Evrópu verulega og að aðrir þjóðir fái ekki meiri möguleika á meiri innflutningi hingað til lands.

Bretar fá tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir 19 tonn af osti og 18,3 tonn af unnum kjötvörum. Í samningnum er ákvæði um endurskoðun sem veitir Íslandi tækifæri til að sækjast eftir betri kjörum.

„Á fundi sem við áttum með fulltrúum ráðuneytisins heyrðum við aðrar og hærri tölur um leyfilegan innflutning. Okkar áhyggjur sneru m.a. að því að þegar Bretland ætti ekki hlutdeild í nýtingu innflutningskvóta ESB yrði hann nýttur af öðrum aðildarríkjum. Töldum samninginn ekki þjóna hagsmunum Íslendinga en nú hefur annað komið á daginn. Við hjá Bændasamtökunum gagnrýnum þó að ekki hafi verið haft samráð við greinina á lokametrum samkomulagsins. Einnig að leynd hafi hvílt yfir magntölum. Það er undarlegt þegar svona miklir hagsmunir eru í húfi að samráðið skuli ekki vera meira,“ er haft eftir Gunnari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“