fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Fyrndum dómum hefur fjölgað síðan heimsfaraldurinn skall á

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 09:00

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu mánuðum hefur fyrningum óskilorðsbundinna dóma fjölgað töluvert. Það sem af er ári eru þær 21 en allt árið í fyrra voru þær 22. 2016 voru þær sextán en það var töluverð fækkun frá árunum á undan.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Páli Winkel, fangelsismálastjóra, að þessi fjölgun eigi sér eðlilegar skýringar. „Síðasta árið höfum við þurft að starfa í samræmi við sóttvarnareglur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Í neyðarstigi almannavarna felst að einstaklingar eru ekki boðaðir inn í fangelsin nema í algjörum neyðartilvikum. Stóran hluta síðasta árs voru fangelsin rekin á litlum afköstum og fyrir vikið sitja eftir eldri dómar. Þeir dómar eru vægir og varða einstaklinga sem hafa hagað sér vel eftir að dómur var kveðinn upp,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að nú væri byrjað að nýta fangelsin betur og að í síðasta mánuði hafi verið gefnar út handtökuskipanir á allar refsingar sem fyrnast á þessu ári og bindi hann því miklar vonir við að fleiri refsingar fyrnist ekki á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“