Mánudagur 08.mars 2021
Eyjan

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 07:59

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd -Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ekkert verður af komu erlendra ferðamanna til landsins í sumar verður höggið mikið fyrir ferðaþjónustuna. Vonir hafa verið bundnar við að erlendir ferðamenn komi í einhverjum mæli hingað til lands í sumar en staðan er enn mjög óljós vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og óljóst hversu mikill ferðavilji er meðal fólks. Danska ríkisútvarpið skýrði til dæmis frá því í gærkvöldi að fáir Danir hyggi á utanlandsferðir í sumar og hafa bókanir á sumarhúsum innanlands aldrei verið fleiri en nú er þegar orðið. Það er óvissa um þróun faraldursins og bólusetningu sem letur Dani til ferðalaga út fyrir landsteinana.

Morgunblaðið fjallar um stöðu hótela hér á landi í dag og hefur eftir Friðriki Pálssyni, eiganda Hótel Rangár, að vonir um mikinn straum ferðamanna í sumar dvíni með hverjum deginum. „Hins vegar fögnum við hverjum einasta íslenska gesti sem hingað kemur. Þeir skipta okkur öllu máli í þessari stöðu,“ er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt að ef engir erlendir ferðamenn komi í sumar verði það gríðarlegt högg fyrir ferðaþjónustuna.  Fyrirtækin hafi mörg átt sjóði sem þau hafi getað gengið á og stjórnvöld hafi veitt mjög mikilvægan stuðning. Allt hafi þetta þó miðað að því að þreyja Þorrann fram á næsta sumar.

Morgunblaðið segir að miðað við það sem aðrir hóteleigendur segi þá séu flestir farnir að búa sig undir sumar þar sem innlendir ferðamenn verða í meirihluta. Haft er eftir Magneu Þ. Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair Hotels, að vel verði tekið á móti Íslendingum í sumar með spennandi tilboðum. Einnig sé reiknað með að meira verði um barnafólk en þegar erlendir ferðamenn eru annars vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar sakar Jón Þór um óheiðarleika – „Slík framkoma er ekki boðleg að mínu viti“

Brynjar sakar Jón Þór um óheiðarleika – „Slík framkoma er ekki boðleg að mínu viti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fylgi meirihlutans í borgarstjórn eykst – Sjálfstæðisflokkur tapar einum borgarfulltrúa

Fylgi meirihlutans í borgarstjórn eykst – Sjálfstæðisflokkur tapar einum borgarfulltrúa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólga hjá fjölmiðlum í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi blandar sér í málið – „Ekki nota Olgu og hennar lífsviðurværi sem svipu!“

Ólga hjá fjölmiðlum í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi blandar sér í málið – „Ekki nota Olgu og hennar lífsviðurværi sem svipu!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sagan um saklausa símtalið

Sagan um saklausa símtalið