fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Trump með grófar ásakanir – Sjónvarpsstöðvar rufu útsendingu til að leiðrétta hann – Formaður kjörstjórnar hjólar í hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 04:56

Donald Trump á fréttamannafundinum í gærkvöldi. Mynd:EPA-EFE/Chris Kleponis / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðist vera maður sem veit að hann er á góðri leið með að tapa forsetakosningunum og leitar allra ráða til að ríghalda í völd sín. Hann flutti ávarp í gærkvöldi þar sem hann setti fram grófar ásakanir um kosningasvindl, án þess að leggja fram nokkrar sannanir fyrir þeim, og sakaði Demókrata um að reyna að stela kosningunum. Stórar sjónvarpsstöðvar rufu útsendinguna frá fréttamannafundi hans til að leiðrétta það sem hann sagði og eftir fundinn hjólaði formaður yfirkjörstjórnar landsins í hann.

„Ef þú telur löglegu atkvæðin þá sigra ég,“

sagði Trump á fréttamannafundinum. Hann stærði sig af eigin árangri í kosningunum áður en hann réðst á fjölmiðla, Demókrata og stóru tæknifyrirtækin fyrir kosningasvindl.

„Það er mikil spilling í mörgum ríkjum og svindl með bréfatkvæðin. Ég sagði að þetta myndi gerast,“

sagði forsetinn sem yfirgaf síðan fréttamannafundinn án þess að svara spurningum fréttamanna en það er mjög óvenjulegt.

„Nú er nóg komið herra forseti.“

Ellen Weintraub, formaður landskjörstjórnar, hjólaði í Trump að fréttamannafundinum loknum:

„Nú er nóg komið herra forseti. Nóg. Að dæla út samsæriskenningum um kosningarnar breytir ekki úrslitunum. Atkvæði hafa verið greidd. Þau verða talin. Vilji kjósenda mun ná fram að ganga. Lygar þínar grafa undan lýðræðinu okkar og skaða landið. Hættu þessu.“

New York Times fer ekki mjúkum höndum um ræðu Trump og segir að hann hafi sett fram óhugnanlegar lygar. NBC og ABC rufu útsendingu frá fundinum til að leiðrétta það sem Trump sagði.

Nokkrum klukkustundum áður en Trump flutti ræðu sína ávarpaði keppinautur hans, Joe Biden, fréttamenn. Hann hvatti fólk til að halda ró sinni á meðan atkvæði eru talin og hann sagðist bjartsýnn á að sigra en vildi ekki lýsa sig sigurvegara. Hann ræddi einnig um hina grafalvarlegu stöðu sem er uppi í landinu vegna kórónuveirufaraldursins og sendi samúðarkveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda.

Þegar þetta er skrifað er enn verið að telja atkvæði í lykilríkjunum Pennsylvania og Gerorgíu auk Arizona. Í Arizona er búið að telja 90% atkvæða og hefur Biden fengið 50,1% þeirra en Trump 48,5%. Í Pennsylvania er búið að telja 95% atkvæða, Biden hefur hlotið 49,2% þeirra en Trump 49,5%. Í Georgíu er búið að telja 99% atkvæða, Biden hefur hlotið 49,4% þeirra og Trump sömuleiðis. Aðeins munar tæplega 2.000 atkvæðum á þeim þar, Trump í vil. Þetta er miðað við tölur sem CNN birti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki