fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Vextir farnir að hækka – Bitnar á heimilunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hafa hærri vextir á skuldabréfamarkaði bitnað á lánskjörum hins opinbera og fyrirtækja en nú eru þeir byrjaðir að hafa bein á hrif á heimilin í formi vaxtahækkana á íbúðalánum.

„Allir vextir á markaði miðast við ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Þegar hún hækkar hefur það keðjuverkandi áhrif á alla vexti í íslenskum krónum,“

Hefur Markaður Fréttablaðsins eftir Stefáni Brodda Guðjónssyni, sérfræðingi í markaðsviðskiptum hjá Arion banka, en Markaðurinn fjallar um málið í dag. Fram kemur að Íslandsbanki ætli að hækka vexti á húsnæðislánum nú í vikunni og er sú ákvörðun rökstudd með hækkandi ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði en hún hefur mjakast upp á við undanfarna mánuði.

Þessa vaxtahækkun á skuldabréfamarkaði má rekja til óvissu um hvernig ríkissjóður ætlar að fjármagna gríðarlegan hallarekstur næstu árin. Markaðurinn segist hafa heimildir fyrir að Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, hafi talað fyrir því innan stjórnkerfisins að undanförnu að ríkið ráðist í stóra skuldabréfaútgáfu erlendis.

Ef það verður gert myndi innlend lánsfjárþörf ríkissjóðs minnka og einnig ætti slík útgáfa að styðja við gengi krónunnar sem hefur farið lækkandi að undanförnu.

Í mars boðaði Seðlabankinn kaup á ríkisskuldabréfum fyrir allt að 150 milljarða til að tryggja að fjármagnsþörf ríkisins myndi ekki þrýsta upp vöxtum. Bankinn hefur þó aðeins keypt ríkisbréf fyrir um 900 milljónir síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík